Mars er oft sá mánuður þegar vetur konungur byrjar að sleppa tökum sínum á veðurfarinu. Sól hækkar á lofti með hverjum degi, leysingar hefjast með hækkandi hitastigi og það sjatnar í snjónum og fuglarnir syngja hástöfum. Vorið er skammt undan og við þessar aðstæður ríða margir á vaðið og hefja vorverkin og jafnvel kynda upp í grillunum sem hafa setið aðgerðalaus yfir hörðustu vetrarmánuðina.
Það er tilvalið að hefja vorverkin á því að æfa grilltaktana og skynsamlegt að byrja á einhverju tiltölulega einföldu eins og hamborgurum með ljúffengu kartöfluhamborgarabrauði frá Myllunni. Hér er því uppskrift til að koma þér af stað...
Sveppahamborgarinn er frábært lostæti á vormánuðum. Þú kaupir þitt uppáhalds hamborgarabuff, kartöfluhamborgarabrauð frá Myllunni, portabello sveppi og venjulega sveppi, Gruyère ost, klettasalat og dijon sinnep. Þetta er allt sem þarf í hamborgarann. Sveppina sneiðir þú niður og steikir á háum hita á pönnu með ólífuolíu og smjöri. Þegar þeir eru byrjaðir að mýkjast og svissast þá lækkarðu hitann í þriðjung af því sem hann var og bætir út í söxuðum hvítlauk. Passaðu að hvítlaukurinn brenni ekki með því að hrærar stanslaust. Ef ævintýramennskan er ráðandi má jafnvel bæta við ferskum chili á pönnuna.
Taktu svo sveppina til hliðar í skál og þá geturðu grillað hamborgarana með þínu uppáhalds kryddi. Þú léttgrillar líka kartöfluhamborgarabrauðið, berð það svo fram með því að smyrja dijon sinnepinu á, setur hamborgarann á, sveppina yfir og loks slatta af klettasalati.
Hentugt meðlæti með þessu kartöflusmælki bakað í ofni og ískaldur lagerbjór.
Njóttu!