Fara í efni

Saga

Myllan - brauð og kökugerð

Myllan hefur bakað brauð fyrir Íslendinga síðan 1959Myllan er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði, sem sérhæfir sig í markaðssetningu og framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum fyrir neytendamarkað, hótel og veitingahús, mötuneyti og stofnanir. Myllan stefnir að því að uppfylla fjölbreyttar þarfir viðskiptavina sinna á sínu sviði með viðeigandi lausnum í hverju tilfelli. 

Stofnað 1959

Myllan er stofnað 1959 og hefur bakað brauðmeti og kökur fyrir Íslendinga í 60 ár. Starfsfólk fyrirtækisins hefur af miklum dugnaði og framsýni byggt upp og rekið stærsta brauð- og kökugerðarfyrirtæki á íslandi. Myllan hefur verið í fararbroddi með nýjungar á íslenskum markaði og hefur haft að leiðarljósi að tryggja viðskiptavinum sínum gæðavörur og þróa nýjungar sem falla vel að breyttum neysluvenjum neytenda.

Brauðin frá Myllunni eru holl og framleidd hér innanlands með það að markmiði að gefa landsmönnum næringarríka vöru, íslenska gæðavöru. Við hjá Myllunni leggjum metnað í að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Gott starfsfólk skiptir höfuðmáli í framleiðslu gæðavöru. Eins og kemur fram í heilsustefnu okkar vinnum við markvisst að því að gera gott ennþá betur. Við leggjum áherslu á að neytendur geti haft beint samband við okkur sem framleiðanda með fyrirspurnir um vörunar en þannig getum við starfað saman.

Í febrúar 2004 urðu þáttaskil er Íslensk-Ameríska (ÍSAM) keypti öll hlutabréf Myllunnar.

Stórt fyrirtæki á íslenskum markaði

Hjá Myllunni stafa um 210 manns og er starfsemi fyrirtækisins allan sólarhringinn, flesta daga ársins. Gott starfsfólk skiptir höfuðmáli í framleiðslu gæðavöru og er það okkar skoðun að gæðin komast einungis til skila þegar neytandinn er sáttur. Starfsmenn Myllunnar koma frá 18 þjóðlöndum og er menntun starfsmanna afar fjölbreytileg. 

Hefur fyrirtækið unnið athyglisvert starf í mennta- og þjálfunarmálum með rekstri Mylluskólans. Mikil ánægja og góður árangur er af skólanum og gæti þetta framtak verið öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni.

Við teljum það að búa til ferska og næringarríka matvöru sé til góðs fyrir allt samfélagið. Við bjóðum upp á úrval af heilkornavörum. Við teljum heilsulegan ávinning felst í því að neyta heilkornavörur en í heilkornum má meðal annars finna góða uppsprettu af vítamínum og trefjum sem stuðla að góðri meltingu jafnt og minni líkum á sjúkdómum. Við leggjum ríka áherslu á að við öll (þú og allir aðrir) borðum brauðmeti og kökur í hófi - eins og allt annað sem við veljum að leggja okkur til munns.

Eftir því sem rannsóknum fjölgar, þekkingin verður aðgengilegri, meiri virðing er borin fyrir reynsluþekkingu hvers og eins okkar, tæknin verður betri og athygli okkar og áhugi eykst þá minnkar það sem hægt væri að kalla skaðleg áhrif á heilsu fólks á vinnumarkaði, það á einnig við okkur sem störfum við matvælaframleiðslu hjá Myllunni.

Mikilvægi gæðis 

Öll hrávörukaup eru vottuð hjá okkar eigin gæðaeftirliti. Sömu sögu er að segja um framleiðsluferlið. Hægt er að segja að gæðaferlið hefjist við framleiðslu á hráefnum (erlendis og innanlands) og flutningi þeirra til okkar. Gæðaeftirliti líkur ekki fyrr tilbúnar vörunar eru komnar í hendur viðskiptavina okkar. Gæðaeftirlit er einnig á öllum umbúðum Myllunnar, hvort sem við erum að tala um geymsluþol, öryggi eða áhrif þeirra á umhverfi og náttúru.

Til að vera öruggari um að vörur Myllunnar haldi þeim gæðum sem við höfum unnið að þá höfum við reglubundið eftirlit með því að söluumhverfi þeirra sé samkvæmt reglum um meðferð matvara.

Við hjá Myllunni vinnum markvisst að því að gera gott ennþá betur í samvinnu við viðskiptavini og neytendur. Við leggjum mikið upp úr vöruþróun og hlustum þar með mjög vel á hvað Íslendingar vilja og reynum að bjóða upp á það sem þeir velja að borða af ólíkum ástæðum.

 


Myllan

Merki Myllunnar - sækja hér
Merkið er í ZIP skrá, unnið í vektorum á editable EPS og PDF formi