Við hjá Myllunni leggjum metnað í að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Hrein náttúra og gæði fara saman og er hráefni Myllu vara valin af gæðum. Við bjóðum upp á úrvals heilkornavörur en rannsóknir hafa ýmist fjallað um mikinn heilsulegan ávinning sem felst í að neyta heilkornavara en í heilkornum má meðal annars finna góða uppsprettu af vítamínum og trefjum sem stuðla að góðri meltingu jafnt og minni líkum á sjúkdómum. Skoðaðu nánar um heilsulegan ávinning heilkornabrauðs hér.
Við vinnum að því að gera ennþá betur með því að:
- Auka markvisst úrval og fjölbreytni í trefjaríkum vörum
- Leggja áherslu á að ávallt sé haft í huga að nota trefjar í vörur sem þróaðar eru og markaðssettar fyrir börn
- Lágmarka magn mettaðra fitusýra í bökunarvörur okkar með því að velja ávallt matraolíu í stað hertrar feiti þegar því verður við komið
- Leita leiða til þess að lækka hlutfall mettaðra fitusýra í kökum
- Nota ekki transfitusýruríkar afurðir í framleiðsluvörur okkar
- Vinna markvisst að því að minnka salt innihald brauða
- Takmarka notkun á sykri eftir því sem mögulegt er hverju sinni
- Tryggja að hollusta og gæði haldist ávallt í hendur
- Fylgjast grannt með neysluþróun og nýta niðurstöður kannana til vöruþróunar og sóknarfæra
- Fylgjast grannt með þróun erlendis, niðurstöðum rannsókna og nýjungum frá birgjum á sviði heilsu og næringar
- Leggja áherslu á fræðslu og góðar upplýsingar til neytenda um framleiðsluvörur, t.a.m. með upplýsingaveitu um heimasíðu
- Taka þátt í samstarfsverkefnum sem snúa að þróun heilsusamlegra brauðvara og bættrar lýðheilsu.
Myllan styður Veganúar
Samtök grænkera á Íslandi standa fyrir Veganúar en markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fræðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Kynntu þér frábæra málefni á heimasíðu Veganúar. Allir ættu að geta fundið sér vegan Myllubrauð við hæfi en í vegan flokknum okkar má finna Heimilisbrauð, allt okkar Lífskornabrauð, Hveiti samlokubrauð, Maltbrauð, Dönsk rúgbrauð, Maltað kornbrauð, Bæjara sólkjarnabrauð, Kornbrauð, Speltbrauð, Heilkornabrauð svo eitthvað sé nefnt. Skoðaðu vegan úrvalið okkar hér!
Skráargatsmerktar Mylluvörur
Matvælastofnun og Embætti landlæknis stóðu á bak við innleiðingu Skráargatsins. Markmiðið er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru við innkaup á auðveldan hátt jafnt sem hvatning matvælaframleiðanda að þróa hollari vörur. Skráargatið stuðlar að bættri heilsu með bættu matarræði en einnig með að leiðbeina neytendum að velja hollari kost. Skráargatið er merki sem setja má á umbúðir matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringaefna. Í því fellst minni og hollari fita, minna salt, minni sykur og meira af trefjum og heilkorni. Skoðaðu Skráargatsmerktar vörur frá Myllunni hér!