Fara í efni

Samloka með eggjasalati og láperu

06.04.2017

Það er fátt betra í hádeginu en góð samloka. Vandinn er bara sá að oft festist maður í sömu hugmyndunum. Við hjá Myllunni lumum á ljúffengum hugmyndum sem við viljum gjarna deila með þér. Hljómar ekki samloka með lárperu, eggjasalati og vætukarsa vel?

Hér er þessi ljúffenga en einfalda uppskrift komin en ekki hika við að leika þér með innihaldið og framsetninguna. Gerðu samlokuna eins og þér finnst best.

Innihald:
6 egg
5 mtsk. majónes
1 tsk. Dijon sinnep
safi úr hálfri sítrónu
salt og ný malaður pipar
1 lárpera (avocado)
1 knippi af vætukarsa (watercress)

Aðferð
Sjóðið eggin í 10 mínútur. Kælið svo eggin og takið skurnina af. Skerið eggin gróft í skál með majónesi sinnepi og sítrónusafa. Kryddið að smekk með salti og nýmöluðum svörtum pipar.

Ristið átta brauðsneiðar, til dæmis Heimilisbrauð eða Lífskornabrauð að eigin vali. Skerið lárperuna í heminga og takið steininn úr. Skerið lárperuna í sneiðar langsum. Setjið um fjórðung lárperunnar á hverra sneið, alls fjórar sneiðar Setjið svo fjórðung af eggjasalatinu ofan á og vætukarsa ofan á það. Ef ekki er hægt að fá vætukarsa er mjög gott að nota klettasalat eða spínat. Lokið svo samlokunum. Mörgum finnst gott að smyrja brauðsneiðarnar með majónesi, en það er óþarfi.

Kipptu lungamjúku Heimilisbrauði eða Lífskornabrauði með þér í næstu innkaupaferð og prófaðu að gera þessa ljúffengu samloku.