Fara í efni

Prófaðu tvennskonar Fitty brauð

08.02.2022

Það eru til tvennskonar Fitty-brauð frá Myllunni; Fitty samlokubrauð og Fitty rúgbrauð. Fitty-brauðin eru trefjarík og holl og upplagt að nota þau sem kjarnann í hollu nesti fyrir daginn.
Fitty samlokubrauð og Fitty rúgbrauð eru afbragðsgóð sem grunnur að góðum morgunmat eða hádegisverði. Það eina sem þarf að gera er að finna sér gott álegg og nokkrar mínútur til að galdra fram girnilega samloku sem gerir vinnu- eða skólafélagana afbrýðisama.
Fitty-rúgbrauðið er merkt sem trefjaríkt brauð. Trefjarnar eru mikilvægar fyrir líkamann, en ekki er minna vert að heilkornabrauðin eru saðsamari en önnur brauð. Þeir sem borða samloku úr heilkornabrauði þurfa því minni mat til að verða saddir, auk þess sem maturinn endist lengur og því lengra er þar til þeir verða svangir aftur.
Óteljandi samsetningar af áleggi henta ofan á Fitty-brauðið, en hér koma þrjár tillögur fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. Munið að þó þið eigið ekki nákvæmlega sama innihald og við nefnum hér að neðan breytir það engu, og um að gera að prófa sig áfram með mismunandi samsetningar af því sem er til í ísskápnum þann daginn.

Samloka með reyktri skinku og tómatmauki

Innihald:
2 grófar brauðsneiðar, Fitty samlokubrauð hentar sérlega vel.
30 g rjómaostur
1 tómatur, fínt skorinn
rauðlaukur eftir smekk
tvö salatblöð
2 sneiðar af reyktri skinku

Aðferð:
Saxið tómatinn fínt og blandið fínt skornum rauðlauk út í. Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostinum. Raðið skinkunni á brauðið. Gætið þess að hylja brauðið eins og hægt er. Dreifið úr tómatmaukinu yfir skinkuna. Setjið salatblöðin yfir, þau eiga að halda tómatmaukinu frá brauðinu þegar síðari brauðsneiðin er lögð ofaná og samlokunni lokað.
Þeir sem vilja prófa aðrar útgáfur geta skipt út skinkunni fyrir beikon. Ef borða á samlokuna strax er gott að rista brauðið, en gætið þess að rista það bara lítið.

Samloka með reyktum laxi, avókadó og brie-osti

Innihald:
2 grófar brauðsneiðar, Fitty kjarnabrauð hentar sérlega vel.
smjör í hófi
50 g reyktur lax eða silungur
2 sneiðar af vel þroskuðum brie-osti
hálft avókadó, sneitt
nokkrir dropar af sítrónu
pínulítið af nýmuldum pipar (má sleppa)

Aðferð:
Smyrjið brauðsneiðarnar. Skerið avókadóið í sneiðar og raðið á aðra brauðsneiðina. Skerið laxinn í þunnar sneiðar og raðið ofaná. Kreistið smá sítrónu yfir laxinn og piprið eftir smekk. Raðið því næst ostinum ofan á laxinn og lokið samlokunni með hinni brauðsneiðinni.

Grilluð samloka með kjúklingi og pestó

Innihald:
2 grófar brauðsneiðar
ólífuolía eftir smekk
2 msk grænt pestó
75 g eldaður kjúklingur. Þetta er frábær leið til að nota afgang af kjúklingnum frá því kvöldið áður.
1 tómatur, sneiddur
ostur
pínulítið af nýmuldum pipar (má sleppa)
ferskt basil eftir smekk (má sleppa)

Aðferð:
Dreifið smávegis af ólífuolíu yfir brauðsneiðarnar, ekki of miklu. Smyrjið pestó á brauðið. Raðið kjúklingi í sneiðum, tómötum og osti ofaná. Rífið smá ferskt basil yfir ef þið eigið það til, og piprið eftir smekk. Lokið samlokunni og hitið í samlokugrilli.
Gríptu eitthvað hollt og gott til að raða ofan á samlokuna í búðarferð dagsins.

Holla valið á síðu Landlæknis