Árstíðirnar eru fljótar að breytast og óhætt að segja að haustið sé komið með allri sinni litadýrð. Á þessum tíma árs eru flestir búnir að ganga frá útihúsgögnum og koma grillinu í geymslu eftir gott sumar. Þegar fer að hausta þykir mörgum gott að fara að huga að hversdagsmatnum eftir vel útlátið grillsumar og þá fær fiskurinn oft að leiða veginn eftir grillsteikur sumarsins, því flestum þykir hann hollur og léttur í maga. Plokkfiskur er oft sá fiskréttur sem verður fyrir valinu og margir gera plokkfiskinn frá grunni, á meðan aðrir spara sér tíma í eldhúsinu og grípa hann með sér úr fiskbúðinni.
Plokkfiskur er prýðismatur og í hugum margra algjör herramannsmatur og það þykir algjör skylda að hafa gott rúgbrauð með. Rúgbrauð með smjöri er meðlæti sem helst oft í hendur með plokkfisknum.
Myllan framleiðir nokkrar tegundir af rúgbrauðum sem eru tilvalin með flestum hversdagsmat, þó sérstaklega með fiskréttum eins og plokkfiski.
Lífskorn, sjö tegundir af fræjum og kornum
Plokkfiskur fyrir 4-6
Okkur hjá Myllunni þykir ánægjulegt að færa neytendum okkar uppskriftir af ýmsu tagi og viljum við færa þér einfalda og góða uppskrift af plokkfiski sem þú getur töfrað fram fyrir þig og þína til að njóta.
900 gr. soðin ýsa eða þorskur
400 gr. soðnar kartöflur
200 gr. rifinn ostur
2 stk. laukur
2 stk. hvítlauksrif
1 tsk. salt
½ tsk. svartur malaður pipar
150 gr. smjör
4 dl. matreiðslurjómi
2 ½ dl. hveiti
150 gr. íslenskt smjör
Aðferð:
- Byrjið á því að sjóða fiskinn í vatni og setjið hann á sigti, þannig að mesti vökvinn fái að renna af.
- Skerið fiskinn í litla bita eða rífið hann í sundur og leggið til hliðar.
- Sjóðið kartöflurnar og þegar þær eru tilbúnar eru þær skrældar og skornar í bita og lagðar til hliðar.
- Skerið/saxið laukinn smátt og pressið hvítlaukinn, hitið á pönnu við vægan hita í nokkrar mínútur og leggið til hliðar.
- Veljið víðan pott og bræðið smjörið. Sáldrið hveiti yfir og hrærið vel saman. Hellið matreiðslurjómanum saman við í smærri skömmtum og hrærið stöðugt. Látið sjóða við vægan hita í u.þ.b. 20 mínútur og hrærið reglulega á meðan (sósa getur brunnið hratt við og þarf stöðuga athygli).
- Bætið loks við fiskinum, kartöflunum og lauknum og blandið varlega saman. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk. Til að leika við bragðið er hægt að bæta við kryddum eins og t.d. karrý eða múskat.
- Stillið ofninn á 180 gráður (blástursofn) og setjið blönduna í eldfast mót og stráið rifna ostinum yfir. Rétturinn er í ofninum í u.þ.b. 20 mínútur, eða þar til osturinn er farin að brúnast.
- Berið fram með rúgbrauði og smjöri og njótið.
Munið bara að grípa með pakka af rúgbrauði frá Myllunni í næstu innkaupaferð til að njóta með plokkfisknum.