Fara í efni

Örsnöggt nesti með Lífskornsbollum og eggjasalati

17.03.2022

Lífskornsbollurnar með tröllahöfrum og chia fræjum er fullkomnar fyrir eitt hentugasta og bragðbesta nesti sem til er, eggjasalatsbollur. Þegar maður er að flýta sér en langar kannski í eitthvað gómsætt er fljótlegt að eiga Lífskornsbollur sem hægt er að para með sígildu eggjasalati. Þetta er einfalt nesti og fljótlegt og afar saðsamt sem þýðir að það endist þér vel út daginn.

 Flest heimili eiga egg í ísskápnum og það er því ekki margt annað sem þarf að vera til fyrir utan auðvitað Lífskornsbollurnar sjálfar. Til viðbótar þarf aðeins majónes, Dijon sinnep, sítrónu, einhverjar kryddjurtir eins og graslauk, salt og pipar og það er allt of sumt. Allt þetta geymist vel og er auðvelt að eiga til í ískápnum fyrir ljúffengar Lífskornsbollur með eggjasalati.

 Hér er aðferðin: 

8 harðsoðin egg. Skerið eggin á tvo vegu í eggjaskera. Bætið við majónesi, tæplega einni lítilli dós og tveimur matskeiðum af dijon, skvettu af sítrónusafa, vænni lúku af graslauk og salt og pipar eftir smekk. Hrærið saman. Setjið svo eitt salatblað á neðri hluta bollunar, eins mikið af eggjasalati og þið viljið ofan á, setjið svo eitt salatblað til viðbótar til að loka og svo lokið af bollunni. Bingó - frábært nesti sem er auðvelt í meðförum, fljótlegt og nóg fyrir fjóra svanga!

Nánar i upplýsingar um Lífskorna bollurnar er að finna hér