Fara í efni

Bjóddu uppá nýristaðar og gómsætar beyglur

04.06.2018

Beyglur geta þjónað margs konar tilgangi. Beyglurnar eru tilvaldar í koma sér af stað á morgnanna. Þær geta verið ljúffengar með góðu áleggi í hádeginu og þær eru ekki síður hentugar með kaffinu í eftirmiðdaginn eða sem snarl að kvöldi til.

Fátt er skemmtilegra en að bjóða sínu besta fólki í afslappaðan hádegisverð um helgar. Í stað þess að bjóða upp á samlokubrauð eða rúnstykki, bjóddu upp á nýristaðar og gómsætar beyglur. Myllu beyglurnar eru til í þremur gerðum, beyglur með hörfræ, sesam og birki, fínar beyglur og beyglur með kanil og rúsínum. Gerðu vel við þig og þína og útbúðu lúxus beyglur með allskyns góðgæti. Möguleikarnir þegar kemur að áleggi á beyglurnar eru endalausir og því um að gera að velja sitt uppáhalds álegg. Hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Hörfræ, birki og sesam beygla með rjómaosti, reyktum laxi, rúkóla salati, rauðlauk og kapers 
  • Fín beygla með spældu eggi, avókadó, parma skinku og rjómaosti.
  • Beyglur með kanil og rúsínum eru sérstaklega bragðgóðar og henta afar vel með smjöri, osti og sultu. 

Til að setja punktinn yfir i-ið í helgar-hádegismatnum er sætur endir einfaldlega nauðsynlegur. Myllu Vínarbrauðskakan eða Hjónabandssælan okkar er fullkomin í það verk. Aðrar kökur Myllunnar er hægt að sjá hér.