Fara í efni

Marengsbomba á nokkrum mínútum

22.05.2019

Við hjá Myllunni erum með frábært ráð við því hvernig skal skella í tertu með lítilli fyrirhöfn en við bjóðum upp á gómsæta og tilbúna tertubotna.
Keyptu marengsbotn frá Myllunni og gerðu þína eigin marengsbombu á einungis nokkrum mínútum. Eina sem þú þarft að gera er að skreyta marengsinn með þínu uppáhalds góðgæti. Brjóttu upp daginn með ljúffengri tertu og fáðu börnin með í að skreyta tertuna.

Marengsbomba með karamellu og ferskum berjum
Settu marengsbotninn á fallegan disk og byrjaðu að skreyta. Bræddu karamellusúkkulaði á lágum hita og kældu það um stund. Á meðan karamellusúkkulaðið er að kælast er um að gera að þeyta rjómann. Settu rjómann á marengsbotninn og raðaðu ferskum berjum í rjómann. Raðaðu öðrum marengsbotn ofan á og skreyttu að vild. Toppaðu marengsbotninn með rjóma, ferskum berjum, súkkulaði og því sem hugurinn girnist!

Tilvalið í matarboðin!
Valmöguleikarnir eru endalausir! Skreyttu marengsbotninn með myntu, hindberjum og granatepli. Einnig er hægt að brjóta niður marengsinn og raða honum niður í falleg glös og toppa það með allskyns góðgæti. Leiktu þér að valmöguleikunum með marengsbotninum frá Myllunni.