Fara í efni

Himesk ostasæla með brakandi Lífskornabrauði

03.04.2019

Sælkerinn Bjargey Ingólfsdóttir lumar á mörgum dásamlegum uppskriftum en hún fjallaði meðal annars um skemmtilega útfærslu á hvað er hægt að nota Lífskornabrauðið, sjö tegundir af fræjum og kornum.
Eins og nafnið gefur til kynna má finna sjö tegundir af fræjum og kornum, þar á meðal hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti. Brauðið er að sjálfsögðu vegan og inniheldur brauðið ekkert ger og ekkert hvítt hveiti. Einnig er það trefjaríkt og hefur hátt hlutfall heilkorns en spelthveiti er notað í stað hvíts hveitis. Gott hlutfall af góðri fitu er í Lífskornabrauðinu og er brauðið frábær kostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna.

Skoðaðu færsluna hjá Bjargey&Co í heild sinni hér!


Uppskrift

  • Settu gullost á litla pönnu eða í eldfast mót, helltu hlynsírópi yfir og settu saxaðar döðlur og kasjúhnetur yfir.
  • Bræddu ostinn á miðlungshita á pönnunni í nokkrar mínútur eða hitaðu í ofni við 160 gráður í 30 mín eða þar til osturinn er orðinn mjúkur að innan.
  • Ristaðu Lífskornabrauðið, Sjö tegundir af fræjum og kornum og skerðu í fernt, þá ertu komin með hæfilega stóra bita til að dýfa í ostbræðinginn eða setja hann á brauðið með skeið.
  • Þessi himneska ostasæla er snilld í saumaklúbbinn, á veisluborðið eða bara ef þig langar í eitthvað ómótstæðilega gott.

Myllan er í samstarfi við Bjargey&Co