Heimilisbrauð Myllunnar er klassík á borðum landsmanna.
Heimagerðar gómsætar samlokur eru alls konar og er Heimilisbrauð Myllunnar tilvalið til samlokugerðar af ýmsu tagi. Heimilisbrauð Myllunnar hefur notið vinsælda hjá bæði yngri og eldri kynslóðinni við samlokugerð, enda uppfyllir allar óskir Íslendinga um gott og næringarríkt brauð.
Hvort sem samlokan er með fersku áleggi, grilluð, ristuð eða hituð þá geta hugmyndir að henni verið endalausar. Allir fjölskyldumeðlimir geta útbúið samloku hvenær sem er, á öllum tímum sólarhringsins hvort sem verið er að gera samloka með fersku áleggi, grillaða- eða ristaða samloku. Hugmyndirnar að áleggi á milli brauðsneiðanna tveggja (geta líka verið fleiri) geta verið endalausar og er um að gera að leyfa hugarfluginu að ráða.
Við hjá Myllunni viljum gefa þér uppskrift af einfaldri og bragðgóðri klúbbsamloku sem allir á heimilinu geta fengið að njóta og eiga eftir að ELSKA!
Klúbbsamloka fyrir tvo
8 brauðsneiðar af Heimilisbrauði Myllunnar
12 beikonsneiðar
4 sneiðar af Hunangsskinku
8 ostsneiðar
Majónes
Kál og tómatar
Íslenskt smjör
Aðferð:
- Skerið tómatana í skífur, rífið niður kálið og leggið til hliðar.
- Hitið pönnu á meðalháum hita og steikið beikonið þar til stökkt, þerrið og leggið til hliðar.
- Smyrjið u.þ.b. 1 ½ tsk. af majónesi á aðra hliðina á öllum brauðsneiðunum.
- Hitið pönnu á meðalháum hita og setjið örlítið af íslensku smjöri á hana. Brauðsneiðarnar með majóneshliðinni niður eru settar á pönnuna og steiktar þar til þær fara að brúnast. Þá má steikja þær stutta stund á hinni hliðinni.
- Hitið Hunangsskinkuna á pönnu við lágan hita og setjið ostsneið ofan á (gott að leyfa ostinum að bráðna aðeins).
- Næst raðið þið samlokunni saman og látið majóneshliðarnar vísa út. Smyrjið majónes á „toppinn“ á fyrstu brauðsneiðinni og setjið á ost, tómatskífur og kál. Smyrjið majónes á „toppinn“ á seinni brauðsneiðina og setjið á Hunangsskinku, ost, beikon, tómatskífur og kál. Smyrjið að lokum þriðju og síðustu brauðsneiðina með majónesi að innan og leggið ofan, gott er að stinga grillpinna í miðjunni á samlokunni til að halda henni prýðilegri á disknum.