Fara í efni

Gríptu Fitty brauð í næstu verslun

09.02.2022


Með dálitlu af hugarflugi, vönduðu hráefni og Fitty samlokubrauði er lítill vandi að galdra fram ljúffenga máltíð á örskotsstundu. Auk þess er samloka með góðu áleggi holl, það er fyrirhafnarlítið að búa hana til og hún veitir mettunartilfinningu án nokkurrar þyngslakenndar í maga eins og oft gerist séu steikur eða þungmeti á borðstólnum. Fáðu þér ljúffenga og næringarríka samloku með Fitty brauði í hádegisnestið og vertu klár í ræktina eða tómstundirnar strax eftir vinnu.
Þegar kemur að því að útbúa sér samloku eru möguleikarnir endalausir. Hérna koma þrjár einfaldar uppskriftir að samlokum með Fitty brauði þegar þið viljið fá ykkur ljúffenga máltíð án mikillar fyrirhafnar.

Bananasamloka með cheddar- osti

Fitty samlokubrauð
kalkúnabringa
rautt-epli
bananar
cheddar-ostur
iceberg-salat
jógúrtsósa
pipar

Klúbbsamloka í hádeginu

Fitty samlokubrauð
ostur
beikon
kjúklingabringur, sneiddar
ruccola-salat
sinnepsósa
tómatar

Roastbeef samloka með eggjum

Fitty samlokubrauð
roast-beef
remolaði
harðsoðin egg
piparrót
steiktur laukur
tómatar

Njótið vel og verði ykkur að góðu!

Nánar um Fitty samlokubrauð