Páskarnir eru búnir og við hjá Myllunni erum bjartsýn á að veturinn sé að baki, vorið liggi í loftinu og að sumarið sé á næsta leiti
Venjan er yfirleitt sú að á þessum árstíma taka margir fram grillið úr geymslu og hugurinn beinist að grillveislunum sem framundan eru með sólargeislum og hækkandi hitastigi.
Af því tilefni viljum við hjá Myllunni færa ykkur uppskrift af bragðgóðri og ljúffengri mexíkóskri hamborgaraveislu með íslenska hamborgarakartöflubrauðinu okkar. Hamborgarakartöflubrauðið frá Myllunni er þéttara og mýkra brauð með eiginleika íslensku kartöflunnar sem slær í gegn í flestum hamborgaraveislum.
Gríptu endilega með þér hamborgarakartöflubrauðið frá Myllunni í næstu innkaupaferð og prófaðu nýju uppskriftina þegar þú tendrar á grillinu.
Mexíkó hamborgaraveisla fyrir tvo
- 2 stk. hamborgarakartöflubrauð frá Myllunni
- 2 stk. 150gr. Smass-Ribeye hamborgarakjöt (eða kjöt að eigin vali)
- 2 msk. ólífuolía
- Taco-krydd
- Salt
- Pipar
- 1 stk. Mexíkóostur
- 1 stk. lárpera
- 1 stk. rauðlaukur
- 2 stk. tómatar
- Lambhagaasalat
- 1 poki nachos-flögur
- Salsasósa
- Jalapeno-lime majónes
- Sýrður rjómi
Aðferð:
- Það fer eftir því hvaða kjöt er verið að fara að grilla, en það getur verið gott að pensla báðar hliðar kjötsins með góðri ólífuolíu áður en það eru krydduð. Kryddið hamborgarakjötið báðu megin með taco-kryddinu ásamt saltinu og piparnum, allt eftir ykkar smekk.
- Skerið Mexíkóostinn niður í þunnar ræmur, eða rífið hann niður með rifjárni og setjið til hliðar.
- Skerið grænmetið og lárperuna niður og setjið til hliðar.
- Setjið hamborgarakjötið á grillið og steikið kjötið þar til það hefur lokað sér vel (steikingartíminn er misjafn eftir því hvernig þú vilt hafa kjötið steikt).
- Leggið Mexíkóostinn yfir kjötið og leyfið honum að bráðna (gott er að loka grillinu á meðan).
- Takið í sundur hamborgarakartöflubrauðið og penslið báðar hliðarnar að innanverðu með ólífuolíunni og leggið pensluðu hliðarnar beint á grillið.
- Þegar Mexíkóosturinn er bráðnaður og hamborgarakartöflubrauðið eru orðið „krispí“ að innan byrjið þið á því að dreifa salsasósunni á botnbrauðið, næst eru nachos-flögurnar muldar og stráðar yfir.
- Svo er Lambhagasalatið, lárperan og tómaturinn sett ofan á og svo loks kemur hamborgarakjötið. Í framhaldinu er rauðlaukurinn settur ofan á hamborgarakjötið og síðasta skrefið er að dreifa Jalapeno-lime majónesinu vel yfir hamborgarakjötið og rauðlaukinn og loka svo hamborgaranum með efra hamborgarakartöflubrauðinu.
- Gott er að bera fram með nachos-flögum og hafa restina af salsasósunni og sýrða rjómanum til hliðar.