Núna geturðu prófað enn eina tilbreytinguna frá okkur, Myllu-Brioche formbrauðið nýja er hálfstökkt að utan - mjúkt og þétt að innan. Gleðitíðindi fyrir þig og alla í fjölskyldunni.
Brioche er bragðgott og frábært í French toast eða Frönskt eggjabrauð. Prófaðu þessa klassík sem allir eru að tala um í dag – prófaðu þig allavega áfram!
Hér er ein gómsæt og góð uppskrift fyrir alla. Yngsta kynslóðin mun þykja þessi sérstaklega góð!
6 sneiðar af nýju Myllu-Brioche
3 egg
¾ bolla mjólk
3 matskeiðar af hlynsýrópi
1 klípa af kanil
1 klípa af salti
2 matskeiðar af smjöri
Þeyttu mjólkina, eggin, hlynsýrópið, kanilinn og saltið saman við í stórri skál.
Bræddu smjörið á stórri pönnu við meðalháan hita (ef verið er að búa til eggjabrauðið í tveimur lotum, geymdu helminginn af smjörinu fyrir næstu lotu).
Leggðu sneiðar af hinu nýja Myllu-Brioche í bleyti í eggjadeiginu. Gakktu úr skugga um að báðar hliðar séu alveg húðaðar af eggjadeiginu. Þegar smjörið á pönnuni er bráðið leggðu þar næst Myllu-Brioche sneiðarnar á pönnuna og steiktu þar til báðar hliðarnar eru gullinbrúnar.
Berðu fram Franska eggjabrauðið á sparidisk með meira gullinbrúnu hlynsýrópi og smjöri. Fallegt er að skreyta diskinn með bláberjum og hindberjum og algengt að setja nokkrar bananabita með og strá smá vanillusykur yfir. Þitt er valið.
Verði þér að góðu.