Bjargey Ingólfsdóttir hjá Bjargey & Co. heldur úti heimasíðu með allskonar fróðleik um meðal annars mat og notar hún oft vörur frá okkur. Hún er með margt gómsætt og ljúffengt í matarhorninu og er hægt að lesa sig til um allt milli himins og jarðar þegar það kemur að eldamennsku. Hefur hún deilt með okkur einum klassískum girnilegum heitum brauðrétti með Samlokubrauði frá Myllunni en mamma hennar gerði hann mjög oft í afmælum og veislum svo uppskriftin er komin frá henni.
Í afmælisveislum gerir Bjargey alltaf tvöfalda uppskrift og því er gott að kaupa heilt Samlokubrauð en hún setur allt hráefnið í tvö eldföst mót og ef veislan er stór geri hún alveg fjórfalda uppskrift því þessi réttur er alltaf sá fyrsti sem klárast á veisluborðinu. Við mælum með þessum bragðgóða heita rétti! Hann klikkar ekki!
UPPSKRIFT
1 dós aspas í bitum
1/2 pakki skinka
1 dós beikon smurostur
1 dós sveppa smurostur
1/2 dós sýrður rjómi
1 poki rifinn pizzaostur
1/2 pakki Hveiti Samlokubrauð frá Myllunni
AÐFERÐ
1. Setjið í pott og bræðið á miðlungshita, smurost og sýrðan rjóma.
2. Setjið svo aspas í bitum og helminginn af safanum úr dósinni út í pottinn ásamt skinkunni í litlum bitum. Hrærið öllu vel saman.
3. Skerið Samlokubrauðið frá Myllunni í hæfilega stóra teninga og setjið þá út í blönduna. Ég sker alltaf skorpuna frá og nota ekki endann svo það fer ekki alveg 1/2 pakki af Samlokubrauði útí, aðeins minna.
4. Blandið öllu vel saman og setjið í eldfast mót. Stráið rifna ostinum yfir og hitið brauðréttinn í ofni við 180 gráður á blæstri í 20-30 mínútur.
Svo er bara að njóta vel!