Jólaterturnar eru rifnar út úr verslunum sem aldrei fyrr enda eru þær einstaklega bragðgóðar og bakaðar á gamla mátann í bakaríinu okkar að Korputorgi.
Þær koma í fjórum gerðum, þessi græna klassíska er brún og með smjörkremi, sú bláa er hvít og með sígildri rabarbarasultu, sú hvíta er einnig hvít en með gómsætri sveskjusultu og svo er það sú rauða sem er brún með smjörkremi og hindberjasultu.
Og það kann að koma ýmsum á óvart að sú rauða er einmitt næstvinsælasta jólatertan á eftir þeirri grænu - sem er reyndar lang vinsælust. Sú rauða varð nefnilega í öðru sæti í óformlegri skoðanakönnun okkar fyrir jólin en hún hlaut 21% atkvæða.
Það virðist því vera að hvíta kremið og hindberjasultan höfði til ansi margra. Þá er bara um að gera fyrir okkur hin að prófa hana með uppáhalds drykknum okkar og sjá hvort okkur líki hún ekki bara vel, svona til tilbreytingar ef við erum þannig innstillt.