Fara í efni

Verið stolt í litafegurð vikunnar

06.08.2024

Hinsegin dagar er hinsegin menningar-, mannréttinda- og margbreytileikahátíð sem haldin hefur verið í Reykjavík árlega frá árinu 1999.

Fyrstu hinsegin hátíðahöldin í Reykjavík, Hinsegin helgi, voru haldin árið 1999 með dagskrá á Ingólfstorgi, af Samtökunum '78. Þangað komu um 1.500 gestir til að minnast uppreisnarinnar á Stonewall 30 árum áður. Heimir Már Pétursson hafði síðan forgöngu um að ári síðar í ágúst 2000 var farið í fyrstu Pride Parade gönguna í Reykjavík, sem hlaut hið íslenska nafn gleðiganga og var hluti af þriggja daga hátíðarhöldum Hinsegin daga í Reykjavík. Hinsegin dagar höfðu þá verið stofnaðir sem sjálfstætt óháð félag undir forystu Heimis og Þorvaldar Kristinssonar. Áður höfðu þó verið farnar göngur í Reykjavík þar sem krafist var jafnréttis; svokallaðar frelsisgöngur homma og lesbía árin 1993 og 1994.

Fyrsta gleðigangan í Reykjavík gekk vonum framar en talið er að allt að 12.000 gestir hafi þá mætt í miðborg Reykjavíkur Frá þeim tíma hafa Hinsegin dagar í Reykjavík verið haldnir árlega í borginni, dagskrá hátíðarinnar lengst og viðburðum fjölgað en Hinsegin dagar eru í dag stærsta árlega hátíð landsins. Um og yfir 100.000 gestir hafa sótt miðborgina á undanförnum árum þegar gleðigangan fer fram og Hinsegin dagar ná hámarki.

Gleðigangan 2024 verður gengin laugardaginn 10. ágúst. Gangan fer stundvíslega af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14:00.

Mikla litadýrð er að sjá í göngunni og fólk mætir í miðbæinn til að njóta dagsins og skemmta sér og styðja og breiða út þann fallega boðskap jafnréttis með margvíslegum hætti.

Fólk nýtir tækifærið til þess að fara út að borða og njóta áfram við lok dagskrá og einnig taka margir með sér nesti og njóta lautarferðar í Hljómskálagarðinum við skemmtilega dagskrá í lok Gleðigöngunnar.

Myllu brauðmeti í Gleðigöngunni

Hvort sem þú vilt taka með þér Pizzasnúða, pizzastykki eða ostaslaufur frá Myllunni þá ertu að taka með þér ómótstæðilega ljúffenga og bragðgóða nestisbita. Ef þú vilt hafa eitthvað sætt með í för þá eru smáu kökur Myllunnar fullkomnar til þess, en þú getur valið smáar möndlukökur, smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum, smáar kökur með sítrónubragði eða þær nýjustu; smáar gulrótarkökur. Smáu kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt sé að grípa þær með í nesti, auk þess að þær eru flauelsmjúkar og bragðgóðar. Myllan býður upp á ljúffengt brauðmeti til að taka með í nesti og þú finnur vörur Myllunnar í helstu matvöruverslunum.