Jólatertan á sér langa sögu og ef farið er djúpt í söguna fer maður á flakk, frá Vínarborg til Kaupmannahafnar og vestur um haf í byggðir Vestur-Íslendinga. Hefðin að borða jólatertu festi sig í sessi á Íslandi og í dag er lagkakan frá Myllunni ómissandi um jólin og því er tilvalið að finna til skemmtilega jólatónlist, hella upp á rjúkandi heitt kaffi eða hella ískaldri mjólk í glas, og fá sér sneið af nýbakaðri og ljúffengri Jólatertu frá Myllunni. Þannig kemstu örugglega í ljúft jólaskap á síðustu dögum aðventunnar. Hver er þín uppáhalds jólaterta?
Jólaterturnar eru handgerðar að einstakri alúð
Allar Jólatertunar eru handgerðar af einstakri alúð af bakarameisturum okkar. Jólatertan í grænu umbúðunum er brún jólaterta með guðdómlegu smjörkremi. Bláa Jólatertan okkar er hvít jólaterta með klassískri rababarasultu og er Jólatertan í hvítu umbúðunum einnig hvít jólaterta með himneskri sveskjusultu. Síðast en ekki síst er Jólatertan í rauðu umbúðunum brún jólaterta með hinu fræga smjörkremi og gómsætri hindberjasultu. Skoðaðu nánar um Jólatertuna hér!. Smakkaðu þær allar og finndu út hver þín uppáhalds Myllu Jólaterta er!