Fara í efni

Veldu kartöflubrauðið fyrir hamborgarann þinn!

16.04.2024

Það er að mörgu að huga þegar góðan hamborgara gjöra skal. Ástríðan hvetur mörg okkar til að skapa og gera eitthvað nýtt í eldhúsinu. Spennandi tilraunir með framandi álegg og góðu kjöti kallar á þéttara hamborgarabrauð sem fullkomnar hamborgarann þinn.

Við hjá Myllunni viljum færa þér uppskrift af bragðgóðum og ljúffengum hamborgara með íslenska  kartöfluhamborgarabrauðinu okkar. kartöfluhamborgarabrauðið frá Myllunni er þéttara og mýkra brauð með eiginleika íslensku kartöflunnar, sem slær í gegn í flestum hamborgaraveislum.

Gríptu  kartöfluhamborgarabrauðið frá Myllunni með þér í næstu innkaupaferð og prófaðu nýju uppskriftina!

Hvítlauksborgari (fyrir fjóra)

4 stk. Myllu kartöfluhamborgarabrauð

600 gr. nautahakk

3 dl. rifinn cheddarostur

4 msk.  barbeque-sósa

1 stk. egg

½ tsk. cayanne-pipar

1 stk. hvítlauksostur

2 stk. laukur

250 gr.  sveppir

4 stk. hvítlauksrif

2 msk. íslenskt smjör

Heinz trufflu-majónes

Lambhagasalat

Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hrærðu saman í skál nautahakki, cheddarosti, barbeque-sósu, eggi, cayanne-pipar, salt og pipar.
  2. Skiptu kjötinu jafnt í fjóra til sex hamborborgara (stærð fer eftir því því hversu stóra þú vilt hafa þá).
  3. Pressaðu kjötið með hamborgarapressu eða í höndunum og leggðu til hliðar.
  4. Skerðu hvítlauksostinn í sneiðar og leggðu til hliðar.
  5. Skerðu laukinn í hringi og steiktu hann á pönnu með smjöri í u.þ.b. þrjár mínútur. Þá er púðursykrinum bætt við og leyft að malla þar til laukurinn byrjar að vera „klístraður.“
  6. Sveppirnir eru skornir í sneiðar og hvítlauksrifin pressuð eða söxuð og steikt á pönnu með smjöri og kryddað með salt og pipar.
  7. Næst steikir þú hamborgarana við miðlungshita í u.þ.b. tvær mínútur á hvorri hlið (kjötið er þá miðlungssteikt). Þegar þeir eru að verða tilbúnir er hvítlauksostinum bætt við og leyft að malla í smá stund.
  8. Þegar allt er tilbúið áttu bara eftir að raða hamborgaranum saman; kartöfluhamborgarabrauð, trufflu-majónes, lambhagasalat, hamborgarakjöt, laukur, sveppir, trufflu-majónes og lokar með efra kartöfluhamborgarabrauðinu.