Fara í efni

Veganúar

02.01.2025

Nú taka margir þátt í Veganúar, sem Samtök grænkera á Íslandi hafa undanfarin ár staðið fyrir í samstarfi við alþjóðlega vegan mánuðinn „Veganuary.“ Markmiðið Veganúar er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Margir taka þátt af forvitni og líta á þetta sem skemmtilega áskorun sem getur leitt til góðs og sumir taka þátt til að víkka sjóndeildarhringinn eða til að æfa sig í að draga úr neyslu á dýraafurðum og auka hlut fæðu úr jurtaríkinu.

Margir viðburðir eru í boði og fjöldi fyrirtækja taka þátt í þessum mánuði sem tengjast Veganúar. Þú getur kynnt þér þetta frábæra málefni á heimasíðu Veganúar og þar getur þú líka séð dagskrána.

Hvers vegna vegan?

Fyrir marga snýst veganismi um að stuðla að umhverfisvernd, þar sem dýraafurðir hafa mikið kolefnisspor og neysla þeirra stuðlar að skógareyðingu og vatnsnotkun. Aðrir líta til dýraverndar, þar sem vegan lífsstíll dregur úr þjáningu dýra í landbúnaði. Auk þess eru heilsufarslegir kostir stór hluti af ákvörðun margra þar sem vegan matur getur stuðlað að betri hjartaheilsu, lægra kólesteróli og auknu magni trefja í mataræði.

Veganúar býður upp á tækifæri til að prófa nýjar uppskriftir, kynnast fjölbreytilegum valkostum og gera breytingar sem geta haft jákvæð áhrif á heilsuna og umhverfið.

Vegan vörur Myllunnar

Framboð á vegan vörum hefur tekið framförum undanfarin ár þar sem eftirspurn hefur farið vaxandi og það er orðið mjög auðvelt að finna nærandi og hollt vegan brauðmeti. Hvort sem þú ert 100% vegan eða velur þér vegan vörur umfram aðrar vörur, þá hefur aldrei verið jafn auðvelt að finna vegan vörur á vefsíðu Myllunnar og í helstu matvöruverslunum. Allar vegan vörur Myllunnar eru merktar með grænu laufi og við hvetjum þig til að prófa þig áfram í vegan vörunum okkar.

Hjá Myllunni bjóðum við upp á gott úrval vegan brauðmetis sem hentar fyrir þau sem kjósa vegan vörur umfram aðrar. Allir ættu að geta fundið sér vegan Myllubrauð við hæfi. Í vegan flokknum okkar má meðal annars finna HeimilisbrauðHeilhveitibrauðHveiti samlokubrauðSpeltbrauðFjölkornabrauðFitty samlokubrauðLífskornabrauðDanskt rúgbrauðpylsubrauð og hamborgarabrauð svo eitthvað sé nefnt.

Skoðaðu endilega úrvalið af vegan brauðmeti Myllunnar. Það kemur þér á óvart hve mikið af brauðunum okkar eru vegan!