Fara í efni

Vegan vörur Myllunnar

09.04.2024

Grænkerum á Íslandi fer fjölgandi og eru þeir sá hópur sem forðast að neyta dýraafurða eftir bestu getu. Ástæður þess að fólk forðast dýraafurðir geta verið fjölbreyttar en megin þátturinn er þó það sjónarmið að það sé siðferðislega rangt að hagnýta dýr til matar, afþreyingar eða annars sem kynni að valda dýrum þjáningu en einnig vega umhverfisrök þungt þar sem neysla dýraafurða hefur meiri áhrif á umhverfi mannsins. Þá eru í þessum flokki einnig þau sem neyta ekki dýraafurða heilsu sinnar vegna.

Framboð á vegan vörum hefur tekið framförum undanfarin ár þar sem eftirspurn hefur farið vaxandi og það er orðið mjög auðvelt að finna gómsætt, nærandi og hollt vegan brauðmeti. Hvort sem þú ert 100% vegan eða velur þér vegan vörur umfram aðrar vörur, þá hefur aldrei verið jafn auðvelt að finna vegan vörur á vefsíðu Myllunnar og í helstu matvöruverslunum. Allar vegan vörur Myllunnar eru merktar með grænu laufi og við hvetjum þig til að prófa þig áfram í vegan vörunum okkar.

Vegan vörur Myllunnar

Hjá Myllunni bjóðum við upp á gott úrval vegan brauðmetis sem hentar fyrir þau sem kjósa vegan vörur umfram aðrar. Allir ættu að geta fundið sér vegan Myllubrauð við hæfi. Í vegan flokknum okkar má meðal annars finna HeimilisbrauðHeilhveitibrauðHveiti samlokubrauðSpeltbrauðFjölkornabrauðFitty samlokubrauð, LífskornabrauðDanskt rúgbrauðpylsubrauð og hamborgarabrauð svo eitthvað sé nefnt.

Skoðaðu endilega úrvalið af vegan brauðmeti frá Myllunni. Það kemur þér á óvart hve mikið af brauðunum okkar eru vegan!