Grænkerum á Íslandi fer fjölgandi og eru þeir sá hópur sem forðast að neyta dýraafurða eftir bestu getu. Ástæður þess að fólk forðast dýraafurðir geta verið fjölbreyttar en megin þátturinn er þó það sjónarmið að það sé siðferðislega rangt að hagnýta dýr til matar, afþreyingar eða annars sem kynni að valda dýrum þjáningu en einnig vega umhverfisrök þungt þar sem neysla dýraafurða hefur meiri áhrif á umhverfi mannsins. Þá eru í þessum flokki einnig þau sem neyta ekki dýraafurða heilsu sinnar vegna.
Framboð á vegan vörum hefur tekið framförum undanfarin ár þar sem eftirspurn hefur farið vaxandi og það er orðið mjög auðvelt að finna gómsætt, nærandi og hollt vegan brauðmeti. Hvort sem þú ert 100% vegan eða velur þér vegan vörur umfram aðrar vörur, þá hefur aldrei verið jafn auðvelt að finna vegan vörur á vefsíðu Myllunnar og í helstu matvöruverslunum. Allar vegan vörur Myllunnar eru merktar með grænu laufi og við hvetjum þig til að prófa þig áfram í vegan vörunum okkar.
Vegan samloka með hummus, lárperu og grænmeti
Að velja vegan brauð fyrir samlokuna þína getur gert gæfumuninn þegar kemur að bragði, næringargildi og fjölbreytileika í mataræðinu. Hjá Myllunni bjóðum við upp á gott úrval vegan brauðmetis sem hentar fyrir þau sem kjósa vegan vörur umfram aðrar og allir ættu að geta fundið sér vegan Myllubrauð við hæfi.
Í vegan flokknum okkar má meðal annars finna Heimilisbrauð, Heilhveitibrauð, Hveiti samlokubrauð, Speltbrauð, Fjölkornabrauð, Fitty samlokubrauð, Lífskornabrauð, Danskt rúgbrauð, pylsubrauð og hamborgarabrauð svo eitthvað sé nefnt.
Við hjá Myllunni viljum því færa þér einfalda og bragðgóða uppskrift af ljúffengri vegan samloku til að njóta.
2 stk. vegan brauðsneiðar
3 msk. hummus
½ lárpera
4-6 gúrkusneiðar
3 tómatsneiðar
Handfylli spínat eða klettasalat
1 msk. sólblómafræ
1 msk. sítrónusafi
Everything bagel seasoning (krydd) eftir smekk
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Smyrðu hummus á báðar brauðsneiðarnar.
- Skerðu lárperuna í sneiðar og raðaðu sneiðunum ofan á neðri brauðsneiðina. Kreistu sítrónusafa yfir og kryddaðu með Everything bagel seasoning á lárperuna ásamt salt og pipar.
- Skerðu gúrkuna og tómatinn í sneiðar og bættu þeim ofan á lárperuna.
- Dreifðu spínatinu eða klettasalatinu yfir grænmetið og stráðu sólblómafræjunum yfir. (Það getur einnig verið gott að rista fræin)
- Lokaðu samlokunni með því að setja seinni brauðsneiðina efst og njóttu ferskrar og ljúffengrar vegan samloku!
Skoðaðu endilega úrvalið af vegan brauðmeti frá Myllunni. Það kemur þér á óvart hve mikið af brauðunum okkar eru vegan!