16.06.2020
Árið 1944 urðu mikil þáttaskil í sögu Íslands þegar lýðveldið var stofnað á Þingvöllum 17. júní. Þessi merkisdagur var valinn til heiðurs Jóns Sigurðssonar.
Jón Sigurðsson hóf friðsama baráttu fyrir pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði Íslands um miðja 19. öld og bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína sem foringi Íslendinga. Eftir andlát hans var nafn hans sem lýsandi viti fyrir landsmenn alla og tengdist þeim sigrum sem unnir voru á vettvangi þjóðfrelsis og lýðréttinda.
Stytta af Jóni Sigurðssyni hefur staðið á Austurvelli frá 1931.
(Stjórnarráðið; afmælistíðindi 1. janúar 2011 – 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar)