Fara í efni

Það styttist í dag Jólatertunnar

14.10.2024

Fimmtudaginn 24. október er dagur Jólatertunnar hjá Myllunni, en það er sá dagur þegar Jólaterturnar eru komnar í flestar verslanir. Mikil spenna liggur í loftinu og við hjá Myllunni finnum fyrir tilhlökkun hjá aðdáendum Jólatertnanna. Það er því óhætt að segja að það styttist í dag Jólatertunnar, enda einungis 10 dagar til stefnu og því er þjóðráð að rýma til í búrskápnum fyrir birgðum af jólatertum. Þau allra hörðustu geta búið til pláss í frystikistunni til að eiga lager langt fram yfir jól!

Allar terturnar eiga sína dyggu aðdáendur og koma þær í fjórum gerðum. Græna klassíska tertan er brún og með smjörkremi, þessi bláa er hvít og með sígildri rabarbarasultu, sú hvíta er einnig hvít en með gómsætri sveskjusultu og svo er það rauða tertan sem er brún og með smjörkremi og hindberjasultu.

Takið dag Jólatertunnar frá og nælið ykkur í að minnsta kosti eina!

Smellið hér til að skoða allar Jólatertur Myllunnar.