Á þessum tíma ársins er mikilvægt að grípa hvert tækifæri til að tendra grillið og njóta samveru með fjölskyldu og vinum.
Það er eitthvað sérstakt við það að safnast saman í garðinum eða á pallinum og finna lyktina af nýgrilluðum mat og njóta síðdegissólarinnar áður en haustið tekur yfir. Hvort sem þú ert aðdáandi kjötmetis, grænmetisgrills eða spennandi sjávarrétta, þá er núna rétti tíminn til að prófa nýjar uppskriftir og dýpka grillkunnáttuna.
Þegar kólnar í veðri, færir grillið hlýju og góða stemmingu sem viðheldur sumartilfinningunni aðeins lengur. Þannig áður en veturinn gerir vart við sig hvetjum við þig að grípa í grilltangirnar og nýta síðustu sólargeislana til að búa til ógleymanlegar minningar í kringum grillið.
Hvort sem þú ert að fara að grilla pylsur eða hamborgara, eða bæði er um að gera að gleðja bragðlaukana. Þá mælum við hjá Myllunni sérstaklega með kartöflubrauðin okkar. Pylsukartöflubrauðið frá Myllunni er þéttara og mýkra brauð með eiginleika íslensku kartöflunnar. Þú átt eftir að elska grillaðar pylsur með pylsukartöflubrauði Myllunnar.
Hamborgarakartöflubrauðið frá Myllunni er eins ljúffengt og pylsukartöflubrauðið og er líka þéttara og mýkra brauð sem hefur sannarlega slegið í gegn frá því það kom í verslanir!
Nú hefur einnig bæst við flóruna hamborgara sætkartöflubrauð, sem gerir hamborgarann þinn extra sætan og ljúffengan.
Njóttu þess að tendra upp í grillinu, sláðu í gegn og bjóddu upp á sannkallaða grillveislu með brauðum Myllunnar. Mundu bara að vinsælu Myllu kartöflubrauðin eru í bláum umbúðum og nýja sætkartöflubrauðið í appelsínugulum umbúðum.