Fara í efni

Svona getur þú endurnýtt gamalt brauð?

11.10.2023

Við hjá Myllunni leggjum metnað okkar í að vera brautryðjendur í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Hrein náttúra og gæði fara saman og eru hráefni Myllu vara valin af gæðum, og við bjóðum ávallt upp á úrvals heilkornavörur.

Myllan hefur bakað brauð handa Íslendingum í 64 ár og ávallt lagt áherslu á gæði hráefnisins sem kemur beint úr náttúrunni. Brauðin frá Myllunni eru holl og bökuð hér innanlands með það að markmiði að gefa landsmönnum næringarríka íslenska gæðavöru. Neytendur vita að þeir geta leitað til Myllunnar eftir íslenskum gæðavörum sem hafa hollustu að leiðarljósi.

Reglulega kemur það upp hjá neytendum Myllubrauða að brauðið klárast ekki áður en það rennur út og þess vegna viljum við koma með nokkur góð ráð til að nýta brauðið áfram.Að okkar mati er óþarfi að láta brauð fara til spillis og henda því.

Brauðrasp

„Gamalt brauð“

  • Það er gott ráð að draga fram brauðristina á heimilinu og rista brauð sem byrjað er að harðna
  • Það er líka góð leið að leyfa brauðinu að þorna og setja það í hræri- eða matvinnsluvél þar til molarnir verða að mylsnu. Þú getur notað mylsnuna næst þegar þú bakar brauð, gerir pizzadeig eða ferskt pasta með því að blanda mylsnunni saman við
  • Mulið brauð í matvinnsluvél er líka frábær afurð til að nota sem rasp fyrir margvíslega rétti og til eru margar uppskriftir sem þú getur notað gamalt og vel varðveitt brauð í
  • Það er tilvalið að skera niður gamalt brauð í brauðteninga og nota í salatið eða með súpunni
  • Svo er alltaf tilvalið að nota brauðafganga til að gefa öndunum brauð, þær elska það ásamt fuglunum í kringum þig, sérstaklega núna þegar kólnar í veðri