Það skiptir engu máli hvort þú segir pylsa eða pulsa, því það er fátt sem er íslenskara en grilluð pylsa með öllu? Pylsan, sósurnar og laukurinn er eitthvað sem flestir þekkja til. Við getum einnig verið sammála um að grilluð pylsa með öllu væri ekki hin sama ef ekki væri fyrir pylsubrauðið sem umvefur hana og heldur öllu saman.
Svo gæti verið að þú viljir tilbreytingu og vilt skella þér yfir í eina rjúkandi ameríska borgarpylsu. Í þeirri amerísku er pylsa að eigin vali, því hér skiptir meðlætið miklu máli. Þú velur súrsaðan eldpipar (e. jalapeno) eða súrsaða gúrku (e. relish) eða bæði, það má líka. Svo kemur smátt saxaður tómatur, gult sinnep, Heinz chili sósa, hrár laukur og auðvitað er grunnurinn pylsubrauðið. Þessi uppskrift getur ekki klikkað, frekar en íslensk pylsa með öllu.
Hjá Myllunni færðu tvær útgáfur af bragðgóðum pylsubrauðum, klassíska pylsubrauðið ásamt nýlega pylsu-kartöflubrauðið.
Í næstu innkaupaferð er tilvalið að grípa með sér klassíska pylsubrauðið eða nýlega pylsu-kartöflubrauðið og einfalda eldamennskuna í kvöld með því að tendra upp í grillinu og njóta.