Fara í efni

Sumardagurinn fyrsti

21.04.2025

Sumardagurinn fyrsti er í dag og íslenska sumarið hafið. Á Íslandi hefur sumardagurinn fyrsti lengi verið haldinn hátíðlegur og  ber þessi dagur með sér bjartsýni, von og tilhlökkun fyrir hlýrri og bjartari tímum á Íslandi. Þó snjórinn geti stundum minnt á sig á þessum árstíma, þá er þessi dagur tákn um nýtt upphaf og landsmenn gleðjast og leyfa voninni um bjartari daga að vaxa og dafna, rétt eins og deigið í ofnunum okkar.

Við hjá Myllunni óskum öllum landsmönnum gleðilegs sumars og hlökkum til að fylgja ykkur inn í sumarið og vonum að þið njótið sumarsins og alls þess sem það hefur upp á að bjóða.