Konudagur er fyrsti dagur mánaðarins Góu í gamla norræna tímatalinu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Á þessum degi minntust bændur og eiginmenn húsfreyjunnar með því að fagna Góu, sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn.
Við hjá Myllunni fögnum konudeginum sem er núna næsta sunnudag, þann 19. febrúar og viljum einfalda þér fyrirhöfnina og baksturinn. Við hvetjum þig til að grípa með þér í næstu búðarferð heilsusamlegt Lífskornabrauð úr Lífskornafjölskyldunni. Mundu einnig eftir sætabrauði Myllunnar, en þú finnur Myllu Lífskornabrauðið ásamt sætabrauðinu í helstu verslunum um land allt.
Smurbrauð og sætindi
Gerðu þitt eigið smurbrauð með Lífskorni fyrir konudagskaffið. Með ferskum og gómsætum áleggstegundum er hægt að gera Lífskornabrauðið að bragðgóðu fallegu smurbrauði, en lífskornabrauðið er einnig frábær kostur fyrir þá sem velja hollt smurbrauð.
Við mælum svo sérstaklega með einhverju sætu með og þá smáu kökunum okkar sem eru fáanlegar með nutella-, möndlu- og súkkulaðibragði.
Munið svo að njóta dagsins og samverunnar!