Sögu smurbrauðsins má rekja aftur til tíma iðnvæðingarinnar, þegar verkamenn þurftu veigamikið nesti fyrir langa vinnudaga. Á þessum tímum bar smurbrauðið merki þess að vera samtíningur af kvöldmatarborði gærdagsins og sögur segja að það hafi verið algeng sjón að sjá álegg eins og soðnar kartöflur, kjötfarsbollur með káli eða soðna ýsu með smjöri. Það má því segja að nýtni heimilisins hafi fengið að ráða för, þegar smurt var fyrir nesti morgundagsins.
Ef við höfum í huga það sem hér hefur verið skrifað má sjá tækifæri tilbreytingarinnar, sérstaklega þegar kemur að því að eiga við afganga frá deginum áður og hvernig best er að nýta þá og á sama tíma koma í veg fyrir matarsóun. Hugmyndir um hvað er hægt að framreiða úr afgögnum geta verið margvíslegar og ímyndunaraflið stórtækt, sem getur leitt af sér stórkostlegar með fjölbreytni í fyrirrúmi í formi smurbrauðs.
Hjá Myllunni höfum við gott úrval af mikilvægri undirstöðu smurbrauðsins, sem er brauðið sjálft.
Tilvalin undirstaða fyrir þína útgáfu af smurbrauði getur verið Lífskornar rúgbrauðið, sem inniheldur sjö tegundir af fræjum og kornum. Rúgbrauðið er einstaklega trefjaríkt og er líka vegan og gerlaust. Tegundirnar sjö af fræjum og kornum sem eru í rúgbrauðinu eru hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarnar, graskersfræ, sesamfræ og að lokum spelthveiti. Þannig að hér er hollustan með í för.