Fara í efni

Fáðu þér Smáar kökur um páskana

16.04.2025

Páskarnir eru kærkominn tími þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að njóta frídaga, slaka á og fagna vorinu sem er á næsta leiti. Margir nýta páskana til að ferðast innanlands, fara í sumarbústað eða verja dögunum í náttúrunni. Hvort sem um ræðir gönguferðir, spilakvöld eða rólega daga með góðu lesefni, þá eru páskarnir tími til að slaka á.

Það hefur líka skapast hefð fyrir því að njóta girnilegs matar og sætinda um páskana, hvort sem það er páskamatseðlar, páskaegg eða ljúffengt bakkelsi með kaffinu. Sumar fjölskyldur halda í gamlar hefðir eða skapa nýjar, en sameiginlegt er að njóta samverunnar í páskafríinu.

Hvort sem þú ert að njóta í sumarbústaðnum, á ferðalagi eða heima í slökun, þá eru páskarnir dásamlegur tími til að gera sér glaðan dag með sínum nánustu.

Smáar kökur

Smáu kökur Myllunnar

Ljúffengu Smáu kökur Myllunnar eru frábærar til að njóta við hvert tækifæri sem gefst og er tilvalið að gæða sér á þeim um páskana, hvort sem þú ert heima að njóta í rólegheitunum eða í bústaðnum með fjölskyldunni.

Eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt sé að grípa þær með í saumaklúbbinn, útivistina eða hafa við hönd í kaffi- eða nestistímanum.

Fyrst hófum við sölu á smáum möndlukökum og í kjölfarið var vöruúrvalið aukið til að mæta óskum viðskiptavina sem höfðu áhuga á að fá fleiri gerðir af smáum kökum. Þá komu til sögunnar smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum, smáar Nutella-kökur, smáar kökur með sítrónubragði og smáar gulrótarkökur.