Fara í efni

Sláðu upp grillveislu á sjómannadeginum

27.05.2024

Sjómannadagurinn er hátíðisdagur allra sjómanna og er haldinn fyrsta sunnudag í júní ár hvert. Það var þó ekki fyrr en 1987 sem hann varð lögboðinn frídagur sjómanna, enda tilgangurinn ekki sá að gefa sjómönnum frí einu sinni á ári.

Sjómannadagurinn er skemmtilegur fyrir þær sakar að hann er líka dagur fjölskyldunnar til að fagna því sem viðkemur hafinu, menningu tengdri sjómennsku, skipum, sjómönnum og fiski ásamt ýmsum skemmtilegum fróðleik. Auk þess er að finna hafsjó af skemmtun á sjómannadeginum ár hvert!

Víða um land er áralöng hefð fyrir kaffihlaðborðum eða matarboðum á Sjómannadaginn þar sem fólk kemur saman og fagnar deginum með sjómönnum landsins. Við hjá Myllunni mælum eindregið með því að þú njótir dagsins, tendrir upp í grillinu og bjóðir í stórfenglegt sjómannadagsgrill!

Tendraðu upp í grillinu á sjómannadaginn

Það er að mörgu að huga þegar góða pylsu- og hamborgaraveislu gjöra skal. Ástríðan hvetur mörg okkar til að skapa, gera eitthvað nýtt og betra í eldhúsinu og sérstaklega þegar kemur að grillveislum sumarsins. Spennandi tilraunir með framandi álegg, ljúffengt meðlæti og gott kjöt kallar á þéttara pylsu- og hamborgarabrauð sem fullkomnar pylsuna og hamborgarann á grillinu þínu. Pylsu- og hamborgarakartöflubrauðin veita þér og bragðlaukunum þínum þennan þéttleika.

Það er einfalt að gera flotta og stórkostlega pylsu- og hamborgaraveislu sem engin mun gleyma, sérstaklega með þétta og dúnmjúka Myllu pylsu- og hamborgarakartöflubrauðinu.

Hjá Myllunni færðu tvær útgáfur af bragðgóðum pylsubrauðum; klassíska pylsubrauð Myllunnar ásamt pylsukartöflubrauðinu en einnig hefðbundna Myllu hamborgarabrauðinu ásamt Brioche hamborgarabrauðinu og hamborgarakartöflubrauðinu.

Mundu bara í næstu innkaupaferð að grípa með þér pylsubrauð eða hamborgarabrauð fyrir sjómannadagsgrillveisluna góðu.