Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum fjölda matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Markmiðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótlegan hátt. Skráargatið er einnig hvatning fyrir matvælaframleiðendur að þróa hollari vörur.
Vörur merktar Skráargatinu geta því stuðlað að bættri heilsu með bættu matarræði en einnig leiðbeint neytendum að velja hollari kost. Vörurnar þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi innihald næringarefna. Þessi skilyrði eru:
• Minni og hollari fita
• Minna salt
• Minni sykur
• Meira af trefjum og heilkorni
Með merki Skráargatsins er ekki verið að hvetja neytendur til að velja einn matvælaflokk umfram annan, heldur til að velja hollari valkost innan hvers matvælaflokks. Neytendur geta treyst því að vörur merktar Skráargatinu séu hollari en aðrar vörur í sama flokki, sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Skráargatsmerktar vörur henta bæði fyrir börn og fullorðna en mikilvægt er að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og velja úr öllum fæðuflokkum daglega.
Skráargatið hjá Myllunni
Við hjá Myllunni bjóðum upp á gott úrval af vörum merktum Skráargatinu. Við hvetjum þig eindregið til skoða þær vörur í næstu innkaupaferð.
- Heilkorna samlokubrauð
- Speltbrauð
- Lífskorn, D-vítamínríkt, heilkorn og graskerafræ
- Lífskorn, heilt hveitikorn og rúgur
- Lífskorn, sólblómafræ og hörfræ
- Lífskorn, tröllahafrar og chia-fræ
- Lífskornabollur, tröllahafrar og chia-fræ
- Lífskornabollur, heilt hveitikorn og rúgur
- Danskt rúgbrauð