Samsölu beyglur hafa notið mikilla vinsælda síðan þær komu á markað og verið ómissandi á morgunverðarborði margra til að gera sér dagamun og eru tilvaldar í að koma sér af stað á morgnanna.
Við þurfum öll dálitla upplyftingu annað slagið og tilbreytingu í nestið fyrir skólann eða vinnuna og þá er tilvalið að velja beyglur, t.d. þessar með hörfræjum, birki og sesam fræjum sem henta afskaplega vel í létta máltíð eins og t.d. morgunverð.
Ef hugmyndir þínar um álegg með Samsölu beyglunum þínum eru af skornum skammti, þá viljum við hjá Myllunni endilega færa þér tvær frábærar uppskriftir.
Samsölu beygla með lárperu og fetaost
1 Samsölu beygla
1 handfylli spínat
1 tómatur
1/2 lárpera
2 msk. fetaostur
4 msk. grísk jógúrt
1 tsk. Sriracha sósa
Salt
Pipar
Aðferð:
- Byrjaðu á því að taka beygluna úr frystinum og láttu hana þiðna í u.þ.b. 20 mínútur.
- Stilltu ofninn á 200 gráður (blástursofn) eða settu beygluna í brauðristina. Beyglan sem er hituð í ofninum þarf að vera inni í ofninum í u.þ.b. 10 mínútur.
- Leggðu lárperuna á skurðarbretti og skerðu yfir miðjuna og taktu hana varlega í sundur. Þrýstu svo á neðsta hlutann til að steinninn losni og skafðu svo innan úr lárperunni. Þú getið skorið lárperuna annaðhvort í bita eða stappað henni saman.
- Skerðu næst tómatinn í sneiðar og skolaðu spínatið með köldu vatni og þerraðu með viskustykki eða eldhúspappír og leggðu til hliðar.
- Hrærðu Sriracha sósunni saman við gríska jógúrtið og þegar beyglan er tilbúin taktu hana varlega í sundur og smyrð báða beygluhelmingana með sósunni.
- Dreifðu lárperunni yfir sósuna og stráðu salti og pipar eftir smekk. Næst leggur þú spínatið og tómatinn á neðri beygluhelminginn.
- Í lokaskrefinu er fetaosturinn settur yfir og beyglan lokuð með efri beygluhelmingnum, berðu svo loks fram og njóttu!
B.L.T. Samsölu beygla
1 Samsölu beygla
1 egg
2 beikon sneiðar
1 tómatur
1 handfylli lambhagasalat
2 msk. majónes
1 tsk. íslenskt smjör
Salt
Pipar
Aðferð:
- Byrjaðu á því að taka beygluna úr frystinum og látið hana þiðna í u.þ.b. 20 mínútur.
- Stilltu ofninn á 200 gráður (blástursofn) eða settu beygluna í brauðristina. Beyglan sem er hituð í ofninum þarf að vera inni í ofninum í u.þ.b. 10 mínútur.
- Skerðu tómatinn í sneiðar og skolaðu lambhagasalatið með köldu vatni og þerraðu salatið með viskustykki eða eldhúspappír og leggðu til hliðar.
- Hitaðu pönnu á meðalhita og settu 1 tsk. af íslensku smjöri á pönnuna og leyfðu því að bráðna. Steiktu eggið og beikonið beggja megin og leggðu til hliðar.
- Þegar beyglan er tilbúin taktu hana varlega í sundur og smyrðu báða beygluhelmingana með majónesinu og kryddaðu með salti og pipar eftir smekk.
- Í næsta skrefi er lambhagasalatið lagt ofan á majónesið ásamt tómatsneiðunum.
- Næst leggur þú eggið og beikonið yfir og lokar beyglunni með efri beygluhelmingnum, berðu svo loks fram og njóttu!
Skoðaðu úrvalið og gríptu með þér Samsölu beyglu í næstu innkaupaferð!