Fara í efni

Samsölu beyglur

23.07.2024

Samsölu beyglur hafa notið mikilla vinsælda síðan þær komu á markað og verið ómissandi á matmálstímum margra til að gera sér dagamun. Þess heldur eru þær tilvaldar í allar máltíðir dagsins og eru fyrir margra hluta sakir þægilegar þar sem það er hægt að eiga þær í frysti og grípa til þeirra og leyfa einfaldleikanum í eldhúsinu að ráða för.

Við þurfum öll dálitla upplyftingu annað slagið og tilbreytingu í matmálstímanum. Samsölu beyglur geta þjónað margs konar tilgangi. Þær eru tilvaldar í koma sér af stað á morgnanna, geta verið ljúffengar með góðu áleggi í hádeginu og þær eru ekki síður hentugar með kaffinu í eftirmiðdaginn eða sem góð kvöldmáltíð eða snarl að kvöldi til.

Farið varlega við að skera beyglurnar í sundur

Við hvetjum fólk almennt að fara gætilega að því að skera frosnar vörur, hvort sem það eru beyglur eða önnur matvæli og eitt sem við viljum benda á þegar verið er að bjóða upp á beyglur er að nota ekki beitt áhald til að aðskilja helminga beyglunnar. Best er að þíða beygluna við stofuhita í 20 til 30 mínútur eða lengur áður en helmingar eru aðskildir og beyglan ristuð, það er einnig hægt að setja beygluna í örbylgjuofn á affrystistillingu í u.þ.b. 20 sekúndur (misjafnt eftir ofnum).

Ef hugmyndir þínar um álegg með Samsölu beyglunum þínum eru af skornum skammti, þá viljum við hjá Myllunni endilega færa þér einfalda og ljúffenga uppskrift.

Steikarbeygla fyrir tvo

2 stk. Samsölu beyglur af eigin vali

400 gr. eldað nautakjöt/lambakjöt að eigin vali (má vera hvaða biti sem er)

1 ½ laukur

2 msk. íslenskt smjör

300 gr. sveppir

3 stk. hvítlauksrif

Bernaisesósa (að eigin vali)

Klettasalat

1 stk. Brie ostur

Aðferð:

  1. Skerðu sveppi, lauk og hvítlauk, og steiktu upp úr smjöri við meðalhita á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn - passaðu að brenna ekki laukinn. Legðu til hliðar á meðan þið undirbúið beyglurnar.
  2. Taktu beygluna varlega í tvennt og hitaðu í ofni í smá stund, þar til beyglan er orðin stökk og gullinbrún.
  3. Smurðu Bernaisesósu á báðar hliðar af beyglunni.
  4. Legðu klettasalatið yfir Bernaisesósuna á botninn á sitthvorri beyglunni, skerðu í framhaldinu niður kjötið í þunnar sneiðar og legðu ofan á ásamt steiktum sveppum og lauk.
  5. Brie osturinn er skorin niður í strimla og lagður ofan á. Endaðu á því að setja aftur Bernaisesósu yfir.
  6. Svo að lokum leggur þú lokið á beyglunni yfir.

Það eina sem er eftir er að njóta þess sem bæði hugurinn og bragðlaukarnir hafa beðið eftir.