Fara í efni

Samlokubrauð Myllunnar

30.09.2024

Samlokubrauð er eitt mikilvægasta hráefnið í samsetningu samloku, en gott brauð getur umbreytt einfaldri máltíð í bragðmikla og saðsama upplifun. Hægt er að velja á milli margra tegunda samlokubrauðs hjá Myllunni, allt frá hefðbundnu hveitibrauði til heilhveiti eða vegan útgáfu. Samlokubrauð er það sem bindur saman áleggið og fullkomnar samlokuna, hvort sem hún er létt og fersk eða þétt og matarmikil.

Samlokubrauð kemur í fjölbreyttum útgáfum og gerir það auðvelt að aðlaga samlokuna að mismunandi smekk og matarvenjum. Hefðbundið mjúkt hveitibrauð er vinsælt fyrir einfaldar samlokur eins og skinku- og ostasamloku, þar sem það hefur létt og milt bragð sem yfirgnæfir ekki áleggið. Fyrir þá sem vilja heilsusamlegri kost er heilhveitibrauð frábær valkostur þar sem það inniheldur meira af trefjum og vítamínum en gefur samt frábært bragð og áferð.

Þess heldur er samlokubrauð tilvalið meðlæti með öðrum mat.

Ristað eða mjúkt?

Það er persónubundið hvort fólk kýs samlokubrauðið sitt ristað eða mjúkt. Ristað brauð bætir stökkri áferð og býr til skemmtilega blöndu af mýktinni í álegginu og stökku brauðinu. Mjúkt brauð er hins vegar frábært þegar samlokan er fyllt með mýkra áleggi eins og rjómaosti eða lárperu, þar sem það heldur vel í safana og bragðið.

Samlokubrauð er grunnurinn að góðri samloku og rétt val á brauði getur tekið samlokuna þína á næsta stig. Hvort sem þú kýst hefðbundið brauð eða meira næringarríkt heilhveitibrauð er lykilatriði að velja brauð sem stuðlar að góðu bragði og jafnvægi í hverjum bita. Með réttu samlokubrauði verður hver samloka ljúffeng máltíð sem hægt er að njóta við öll tækifæri!

Samlokubrauð Myllunnar

Fitty samlokubrauð

Speltbrauð

Heimilisbrauð

Hveiti samlokubrauð

Heilhveitibrauð

Fjölkornabrauð

Lífskorn, D-vítamínríkt, heilkorn og graskerafræ

Lífskorn, heilt hveitikorn og rúgur

Lífskorn, sólblómafræ og hörfræ

Lífskorn, tröllahafrar og chia-fræ

Mundu eftir að grípa með þér samlokubrauð Myllunnar í næstu innkaupaferð!

Gæði hráefna Myllunnar

Við hjá Myllunni erum brautryðjendur í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Við viljum að hrein náttúra og gæði fara saman og eru hráefni okkar vara valin af gæðum.

Myllan hefur bakað brauð handa Íslendingum í 65 ár og ávallt lagt áherslu á gæði hráefnisins sem kemur beint úr náttúrunni. Vörur Myllunnar eru bakaðar hér innanlands með það að markmiði að bjóða upp á íslenska gæðavöru.

Öll hrávörukaup Myllunnar og Kexsmiðjunnar eru vottuð hjá okkar eigin gæðaeftirliti. Sömu sögu er að segja um framleiðsluferlið. Hægt er að segja að gæðaferlið hefjist við framleiðslu á hráefnum bæði erlendis sem og innanlands ásamt flutningi þeirra til okkar. Gæðaeftirliti líkur ekki fyrr en tilbúnar vörur eru komnar í hendur viðskiptavina okkar. Gæðaeftirlit er einnig á öllum umbúðum hvort sem um er að ræða geymsluþol, öryggi eða áhrif þeirra á umhverfi og náttúru. Til að vera öruggari um að okkar vörur haldi þeim gæðum sem við höfum unnið að þá höfum við reglubundið eftirlit með því að söluumhverfi þeirra sé samkvæmt reglum um meðferð matvara.

Þar sem Myllan er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði, sem sérhæfir sig í markaðssetningu og framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum, viljum við vinna markvisst að því að gera gott ennþá betra í samvinnu við viðskiptavini og neytendur. Við leggjum mikið upp úr vöruþróun og hlustum vel á hvað neytendur okkar vilja og reynum að bjóða upp á það sem þeir velja að borða af ólíkum ástæðum.