Fara í efni

Kartöflubrauð er fræg og aldagömul hefð

26.05.2020

Myllan fetar í fótspor þeirra sem nýttu eiginleika kartöflunnar fyrr á öldum og telfdu saman byltingarkenndum aðferðum í brauðbakstri. Því er ánægjulegt að eiginleikar íslensku kartöflunnar í hamborgarabrauðinu komi við sögu. Sagan heldur áfram.

Kartöflubrauð er hluti af frægri og aldagamalli hefð í brauðbakstri. Sagt er að kartöflubrauðið hafi fyrst komið fram á 18. öld og eru til uppskriftir allt frá árinu 1744. Hugmyndin að nota kartöflur í brauðuppskrift breiddist hratt út. Írar eru hvað mest frægir fyrir að nota kartöflur í brauðbakstri eða síðan um miða 19. öld og varð í kjölfarið að þjóðarrétti. Skandínavar tóku einnig upp þessa aðferð að nýta kartöflur í brauðbakstri og er í dag ein algengasta brauðtegundin. Margar aðrar þjóðir hafa gert slíkt hið sama og brauðið orðið hluti af þjóðarréttum þeirra. Í dag er hægt að fá kartöflubrauð allt frá Evrópu til Suður-Ameríku og Norður-Ameríku.