Við hjá Myllunni kynnum með stolti nýjasta fjölskyldumeðlim Lífskornalínunnar sem ber nafnið Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum. Eins og nafnið gefur til kynna má finna í nýja lífskornabrauðinu sjö tegundir af fræjum og kornum. Um er að ræða hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti.
Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum er að sjálfsögðu vegan og inniheldur brauðið ekkert ger og ekkert hvítt hveiti. Brauðið er trefjaríkt en það hefur hátt hlutfall heilkorns en spelthveiti er notað í stað hvíts hveitis. Gott hlutfall af góðri fitu má finna í Lífskornabrauðinu og er því brauðið frábær kostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna.
Fyrsta Lífskornið kom á markað árið 2011 og er það í rauðum umbúðum. Það er heilkornabrauð með lágu hlutfalli fitu, sykurs og salts og fullt af næringarríkum trefjum. Árið 2013 kom svo á markað Lífskorn í grænum umbúðum. Í því er sólblómafræ og hörfræ. Ekki er langt síðan Lífskornið í appelsínugulu umbúðunum kom á markað en það er ríkt af heilkorni, chia-fræjum og tröllahöfrum. Lífskornabrauðið í fjólubláu umbúðunum kom á markað í lok síðasta árs en það er gert úr íslensku byggi frá Þorvaldseyri og spíruðu rúgi.
Við hjá Myllunni erum afar ánægð með nýjasta fjölskyldumeðliminn í rúgbrauðalínunni okkar en brauðið er sérstaklega þétt og saðsamt. Við erum einkar stolt af brauðinu og einnig þeirri staðreynd að það er vegan en sífellt fleiri kjósa vegan valkosti umfram aðra.
Safnaðu góðri orku, ræktaðu huga og líkama og fáðu þér Lífskorn í dag.