Hugsaðu um heilsuna á nýju ári og veldu heilkorna Lífskorn fyrir smurbrauðið. Búðu til heilsugóðar smurbrauðssneiðar með síld, laxi eða hvað þér þykir best. Töfraðu fram falleg smurbrauð með heilkorna Lífskornabrauði frá Myllunni með fjölskyldunni og skapið góðar minningar saman á aðventunni og á nýju ári.
Notaðu heilsugott Lífskorn með 7 tegundum af fræjum og kornum - ekkert hvítt hveiti, ekkert ger yfir hátíðirnar - grunnurinn að góðu smurbrauði.
Lífskorn: Sjö tegundir af fræjum og kornum inniheldur hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti. Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum er að sjálfsögðu vegan og inniheldur brauðið ekkert ger eða hvítt hveiti. Kauptu þér Lífskorn, strax í dag.
Hér fyrir neðan eru nokkrar uppskriftir sem henta á aðventunni t.d. fyrir lágkolvetna Lífskornið, og ekki bara með síld. Bjóddu upp á alvöru jólasmurbrauð með fjölbreyttum og aðlaðandi smurbrauðsréttum.
1. Vinsælasta danska smurbrauðið á aðventunni er líklega með lauk, kapers, súrum eplum og ferskum jurtum og vel smurðu rúgbrauði.
2. Karrýsíld er ávallt hentug á smurbrauð en með henni þarf sýrðan rjóma, smá majónes, epli og súrsaðar gúrkur. Þetta er svo skreytt fagurlega með smá karrí kryddi, hráum lauk í þunnt skornum skífum og karsa.
3. Jóla- eða hátíðarsíld hentar einnig gríðarlega vel með soðnum kartöflum, steiktum lauk, hráum lauk og sýrðum rjóma.
4. Hefðbundið roast beef og remúlaði, með smá kapers, steiktum lauk, rifinni piparrót og þunnri sneið af niðursoðinni ferskju er frábært fyrir fólk sem er ekki hrifið af síld.