Nú nálgast Bolludagurinn og að þessu sinni lendir hann á mánudeginum 20. febrúar. Við hjá Myllunni erum komin í gírinn og eins og áður höldum við Bolludaginn hátíðlegan og tökum forskot á sæluna með því að koma pökkuðum bollum í verslanir á morgun (fimmtudaginn), að ógleymdum Myllu glassúr, en þær vörur hafa verið mjög vinsælar hjá fjölskyldum og fyrirtækjum þar sem hver og einn getur haft bolluna eftir sínu höfði.
Óhætt er að fullyrða að bolludagsbollur séu sívinsælar meðal yngstu kynslóðarinnar, vina, fjölskyldna sem og starfsfólks fyrirtækja. Fyrir þau ykkar sem viljið útbúa bollur sjálf ætlum við að framleiða mikið magn af forbökuðum gerdeigsbollum sem henta vel í bolluveisluna þína.
Við hjá Myllunni vitum að samvera skiptir fjölskyldumeðlimi miklu máli. Við mælum því með að njóta þess að vera í núinu og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Það er því tilvalið að njóta tímans saman í bollugerð og leyfa fjölskyldunni, starfsfólkinu eða viðskiptavinunum að njóta afrakstursins með gómsætum bollum frá Myllunni á bolludaginn.
Bolla Bolla Bolla!