Við hjá Myllunni erum stolt af því að vera styrktaraðili Bleiku slaufunnar. Af því tilefni höfum við klætt Lífskornabollur með tröllahöfrum og chia-fræjum í sérstakan bleikan búning. Með því viljum við vekja athygli á átakinu og stuðla að því að það sé sem sýnilegast. Því til viðbótar renna 20% af söluverði Lífskornabollanna til átaksins. Þannig getur þú lagt þitt af mörkum með okkur.
Lífskornabollur með tröllahöfrum og chia-fræjum eru hluti af vöruframboði okkar sem er sérlega næringarríkur. Bollurnar eru úr heilkorni og rannsóknir hafa sýnt að neysla matvæla úr heilkorni gætu lengt lífið. Nýlegar rannsóknir, sem meðal annars er vitnað til á vef Landlæknisembættisins, hafa sýnt að þeir sem neyta heilkornavara lækka dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma um 22% og af krabbameini um 15%.
Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna og ein kona greinist með brjóstakrabbamein á hverjum 40 klukkutímum. Það er áfall að greinast með krabbamein og óttinn við það er mikill. Árveknisátakið Bleika slaufan hefur það að markmiði að fjölga þeim sem fara í reglubundna leit að brjóstakrabbameini. Rannsóknir sýna að greinist krabbameinið snemma aukast lífslíkur um 40%. Leit að brjóstakrabbameini stendur öllum konum á aldrinum 40-69 ára til boða og það ættu allar konur að nýta.
Við hvetjum allar konur til að fara í reglubundna leit að brjóstakrabbameini. Við hvetjum alla landsmenn til að kaupa Lífskornabollur í sérstökum bleikum umbúðum og leggja þannig átakinu lið.