Fara í efni

Myllan tekur þátt í Veganúar 2020

03.01.2020

Samtök grænkera á Íslandi kynna Veganúar 2020 en markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Kynntu þér þetta frábæra málefni og skoðaðu heimasíðu Veganúar hér!

Allir ættu að geta fundið sér vegan Myllubrauð við hæfi en í vegan flokknum okkar má finna Heimilisbrauð, allt okkar Lífskornabrauð, Hveiti samlokubrauð, Maltbrauð, Dönsk rúgbrauð, Maltað kornbrauð, Bæjara sólkjarnabrauð, Kornbrauð, Speltbrauð, Heilkornabrauð svo eitthvað sé nefnt.  

Skoðaðu úrvalið af vegan brauði frá Myllunni. Það kæmi þér á óvart hve mikið af brauðunum okkar eru vegan! Hér sérð þú allar vegan vörur Myllunnar!

Tertugallerí Myllunnar er einnig með ljúffengt úrval af vegan smurbrauði og brauðréttum en hjá Tertugalleríinu færðu tvær tegundir af vegan smurbrauði, tvær tegundir af vegan brauðtertum og þrjár tegundir af vegan snittum. Skoðaðu nánar um allar vegan veitingar Tertugallerísins hér!

Sparaðu þér fyrirhöfnina og bjóddu uppá vegan veitingar í næsta hitting! Skoðaðu úrvalið af öllum vegan veitingum Tertugallerísins og pantaðu strax í dag!