Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur skipað skemmtilegan og ánægjulegan sess í viðburðahaldi þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni með skemmtilegri dagskrá.
Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar laugardaginn 19. ágúst. Markmið Menningarnætur að hvetja borgarbúa til þátttöku með því að beina kastljósinu að því fjölbreytta og ríkulega framboði af viðburðum og menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða.
Smáar kökur
Þegar dagur menningarinnar rennur upp hjá Reykjavíkurborg eru margir sem gera sér glaðan dag og bjóða til veislu fyrir gesti og gangandi. Við hjá Myllunni erum með frábærar smáar kökur sem myndi henta fullkomlega fyrir þína veislu eða heima í rólegheitum með ljúffengum og rjúkandi kaffibolla.
Eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka og þær eru fullkomnar beint í munninn.
Fyrst hófum við sölu á smáum möndlukökum og í kjölfar þess var vöruúrvalið aukið til að mæta óskum viðskiptavina sem höfðu áhuga á að fá fleiri gerðir af smáum kökum. Þá komu til sögunnar smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum og smáar Nutella-kökur og þær nýjustu eru smáar kökur með sítrónubragði sem hafa svo sannarlega slegið í gegn.
Pökkuð smástykki
Ef þú vilt bjóða upp á eitthvað handhægt og einfalt þá eru Pizzasnúðarnir, pizzastykkin og ostaslaufurnar frá Myllunni fullkomin. Þessi frábæru pökkuðu smástykki hafa notið vinsælda enda er um að ræða ómótstæðilega ljúffenga og bragðgóða bita, auk þess tekur enga stund að snara þeim fram. Pizzasnúðarnir, pizzastykkin og ostaslaufurnar eru líka alltaf frábær lausn þegar svengd sækir að á miðbæjarrölti á Menningarnótt.
Við skulum nú heldur ekki gleyma gömlu góðu kleinunum. Kleinurnar frá Myllunni koma saman 10 í pakka og eru oftar en ekki ómissandi í öllum veislum eða kaffiboðum.
Kipptu endilega með þér pakka af okkar frábæra úrvali af smáum kökum eða pökkuðu smástykkjum í næstu innkaupaferð!