Fara í efni

Mundu eftir rúgbrauðinu með þorramatnum

21.01.2025

Þorrinn er á næsta leiti og skemmtileg íslensk hefð að hefjast. Orðið Þorri vísar til fjórða mánaðar vetrar á gamla norræna tímatalinu. Fyrsti dagur Þorra hefur lengi verið kallaður Bóndadagur og fellur þetta árið föstudaginn 24. janúar. Þorri stendur svo þar til í lok febrúar þar sem Konudagur (23. febrúar) markar upphaf Góu, fimmta mánaðar vetrar.

Þorrablót fylgja upphaf Þorrans og eru einstök í íslenskri menningu og sameina hefðir, matargerð og skemmtun í tilefni af fortíðinni og þjóðlegum gildum.

Á þorrablótum er lögð áhersla á að heiðra gamla búskaparhætti og matarmenningu með því að bjóða upp á hefðbundinn íslenskan mat, oft kallaðan „þorramat.“ Á borðum má finna súrmat eins og hrútspunga, sviðasultu, hákarl, lundabagga, harðfisk, rúgbrauð, flatkökur með hangikjöti ásamt örðum lystugum veisluveigum Þessi réttir endurspegla hvernig Íslendingar nýttu allar auðlindir í harðbýlu landi og sögu þjóðarinnar.

Félagslífið spilar stórt hlutverk á þorrablótum og eru samkomur oft haldnar þar sem gestir njóta góðs matar, gleðilegra skemmtiatriða og tónlistar.

Þorrablót eru ekki aðeins tækifæri til að fagna íslenskum arfi heldur einnig til að efla samstöðu og samfélagsanda og er kjörið tilefni sem tengir kynslóðir saman og minnir á rætur íslensku þjóðarinnar.

Þannig eru þorrablót hluti af lifandi menningu sem heldur áfram að blómstra og heiðra fortíðina á meðan þau skapa nýjar minningar fyrir komandi kynslóðir.

Veldu rúgbrauð Myllunnar

Myllan framleiðir nokkrar tegundir af rúgbrauðum sem eru tilvalin á veisluborð Þorrablótsins. Mundu að grípa með þér rúgbrauð Myllunnar í næstu innkaupaferð!

Danskt rúgbrauð

Jöklabrauð

Fitty brauð SSB

Rúgbrauð óskorið

Lífskorn kolvetnaskert

Lífskorn, sjö tegundir af fræjum og kornum