Fara í efni

Mundu eftir rúgbrauðinu með jólasíldinni

22.12.2024

Á þessum tíma neyta landsmenn töluverðs magns af jólasíld eða hátíðarsíld þegar hún berst í verslanir og er síldin oft ómissandi á veisluborðið hjá mörgum. Flestum þykir gaman að gera smurbrauð eða „smørrebrød“ og leika sér með síldina til að draga fram það besta í þessu ljúffenga og næringarríka hráefni sem síldin er.

Möguleikarnir eru endalausir og fallegt smurbrauð getur lífgað upp á jóla- og áramótaveisluborðið þitt og er oftar en ekki fallegt sjónarspil fyrir veislugesti.

Þó að síldin sé vinsæl á veisluborðum yfir hátíðina getur líka verið frábær hugmynd að líta til afganga heimilisins. Hugmyndir um hvað er hægt að framreiða úr afgögnum geta verið margvíslegar og getur leitt af sér stórkostlegar veisluveigar með fjölbreytni í fyrirrúmi í formi smurbrauðs.

Rúgbrauð Myllunnar

Við vitum flest að undirstaða ljúffengs smurbrauðs liggur í brauðinu sjálfu þar sem helstu bragðeiginleikar þess tryggja hið fullkomna smurbrauð. Við hjá Myllunni teljum að tilvalin undirstaða fyrir þitt áramótasmurbrauð sé Lífskorn með sjö tegundum af fræjum og kornumLífskorna brauðið er gerlaust, einstaklega trefjaríkt og er þar að auki vegan. Tegundirnar sjö af fræjum og kornum sem eru í Lífskorna brauðinu eru hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarnar, graskersfræ, sesamfræ og að lokum spelthveiti. Lífskornið sérlega hentugt með síld enda trefjamikið og með grófleika sem hentar með fíngerðri síldinni.

Myllan framleiðir nokkrar tegundir af rúgbrauðum sem eru tilvalin með fíngerðri síldinni. Mundu að grípa með þér rúgbrauð Myllunnar í næstu innkaupaferð!

Danskt rúgbrauð

Jöklabrauð

Fitty brauð SSB

Rúgbrauð óskorið

Lífskorn kolvetnaskert

Lífskorn, sjö tegundir af fræjum og kornum