Fara í efni

Mundu að grípa með þér brauðmeti Myllunnar í útileguna!

19.06.2024

Útilegu tímabilið er komið á fullt þar sem tjaldsvæði víðs vegar um landið fyllast af tjöldum og ferðavögnum. Við erum að upplifa bestu mánuði sumarsins með meiri hita, stilltu veðri og eftirminnilegum kvöldvökum í góðum félagsskap með vinum og vandamönnum.

En útilegan er ekkert án rétta nestisins og þá er tilvalið að muna að skipuleggja sig til að tryggja sér allt sem þarf fyrir góða útilegu. Grillið er yfirleitt alltaf með í för þannig að til kvölds og morgna þarf að vera til nóg af brauði.

Fyrir morgunmatinn er nauðsynlegt að eiga nóg af uppáhalds brauðinu ykkar. Heimilisbrauðið Myllunnar er vinsælt og hentar vel í bæði ristað brauð (sem hægt er að rista á gasi) sem og í samlokur til að hafa með sér út í skoðunarferðir dagsins.

Fyrir kvöldið borgar sig að eiga dunamjúk og bragðgóð hamborgarabrauð og pylsubrauð því ef viðrar vel þá eru grillarar landsins á tjaldsvæðum landsins fljótir að grípa í eitthvað fljótlegt eins og hamborgara og pylsur.

Mundu bara að grípa með þér brauðmeti Myllunnar í innkaupaferðinni fyrir útileguna þína, en Mylluvörurnar fást í helstu matvöruverslunum um allt land.

Gleðilegt ferðasumar og góða ferð!