Fara í efni

Mexíkó brauðréttur með Heimilisbrauði Myllunnar

26.02.2024

Heimilisbrauð Myllunnar uppfyllir óskir einstaklinga um gott og næringarríkt brauð, er klassík á borðum landsmanna og ómissandi í matargerð.

Brauðréttir njóta alltaf vinsælda þegar þeir eru bornir fram og eru yfirleitt þær veisluveigar sem klárast fyrst í veislum. Við hjá Myllunni viljum færa þér frábæra uppskrift af Mexíkó brauðrétt þar sem undirstaðan er Heimilisbrauð Myllunnar. Þessi brauðréttur er fyrir þig og þína til að njóta og bjóða upp á næst þegar tilefni gefst.

Mexíkó brauðréttur

1 heilt Heimilisbrauð Myllunnar

1 stk. rauð paprika

½ rauðlaukur

1 stk. mexíkó-ostur

1 stk. pepperoni-ostur

150 gr. Philadelphia rjómaostur með sweet chili

700 ml. rjómi

200 gr. skinka

100 gr. sterkt pepperoni

1 poki rifinn pizzaostur

½ poki Doritos með ostabragði

Íslenskt smjör

1 tsk. taco-krydd

Salt og pipar

1 dós Salsasósa

1 dós guacamole

1 dós 18% sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Hitaðu ofninn í 180 gráður (blástursofn).
  2. Penslaðu tvö eldföst mót að innan með smjöri.
  3. Skerðu skorpuna af Heimilisbrauðinu og rífðu niður í bita og raðaðu á botninn í báðum eldföstu mótunum.
  4. Skerðu paprikuna og rauðlaukinn smátt og steiktu upp úr smjörinu. Saltaðu og pipraðu eftir smekk og bættu við taco-kryddinu.
  5. Helltu 350 gr. rjóma á pönnuna og skerðu báða ostana niður og blandaðu þeim saman á pönnunni ásamt rjómaostinum. Hrærðu blönduna á pönnunni við miðlungshita þar til bráðnað og bættu þá við það sem eftir er af rjómanum.
  6. Skerðu skinku og pepperoni í bita og dreifðu yfir brauðið í eldföstu mótunum.
  7. Helltu sósunni jafnt yfir í hvoru eldfasta mótið fyrir sig og loks skiptir þú rifna ostinum í tvennt og dreifir yfir bæði eldföstu mótin.
  8. Eldföstu mótin fara bæði inn í bakaraofninn á sama tíma og bakast í 20 mínútur.
  9. Þegar rétturinn er tilbúinn tekur þú hann út og mylur Doritos ostasnakkið gróft yfir og dreifir sýrða rjómanum og guacamole yfir réttinn og berð fram salsasósu til hliðar.