Fara í efni

Listin við smurbrauðsgerð er Lífskornabrauðið

28.02.2020

Það hefur lengi verið siður og mikill áhugi hefur verið á Íslandi að gera smurbrauð með bragðgóðu litríku fallegu áleggi. Við tókum upp þann sið frá Danmörku þar sem smurbrauð kallast „smørrebrød“ og er helsta framlag Dana til matarmenningar heimsins.

Við hjá Myllunni höfum tekið skrefið aðeins lengra með því að gera gott enn betur með Lífskornabrauði

Ferskt og gómsætt álegg gerir Lífskornabrauðið að bragðgóðu fallegu smurbrauði. Lífskornabrauðið er einnig frábær kostur fyrir þá sem velja engan viðbættan sykur á sitt smurbrauð.

„Sérstaða smurbrauðsins felst í listilega smurðu opnu brauði þar sem áleggið fær að gæla við augað. 

Þegar brauðið hefur verið smurt er salatblað oftast notað til að mynda fallega undirstöðu undir frekara álegg af ýmsum toga. Salatblaðið kemur einnig í veg fyrir að brauðið blotni upp og verði ólystugt með tímanum enda þarf það að geta haldist lystugt tímunum saman þegar það er notað sem nesti. 

Upprunalega er talið að smurbrauðið hafi þróast sem nesti á tímum iðnvæðingarinnar upp úr miðri nítjándu öld. Það var hádegisverður verkamanna sem þurftu að vera að heiman langa daga. Smurbrauðið er fyrir vikið ríkuleg máltíð enda kallað dags daglega „et stykke mad“. Smurbrauðið er ávallt borðað með hníf og gaffli.“
(vísindavefur háskóla íslands; https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5125)