Fara í efni

Lífskorn Myllunnar fyrir þína bæjarhátíð!

15.07.2024

Bæjarhátíðir eru að finna um land allt yfir sumarið og fyrir brottflutta er alltaf gaman að koma heim, hitta vini og ættingja og gera sér dagamun.

Yfirleitt er bærinn skreyttur hátt og lágt og íbúar og fyrirtæki hafa opið fyrir gesti og gangandi. Skemmtileg dagskrá er oftast að finna í hverri hátíð sem dregur að mikinn mannfjölda, heimafólki til ánægju.

Það er því tilvalið að bjóða upp á smurðar samlokur eða brauðbollur með allskonar framandi áleggi. Við hjá Myllunni mælum með Lífskorn línunni okkar til að smyrja og bera fram fyrir gesti og gangandi, en hægt er að velja um átta mismunandi tegundir af Lífskornabrauði í Lífskornafjölskyldunni.

 

Lífskornalína Myllunnar inniheldur átta mismunandi tegundir af brauði og í henni finnur þú góðu frækornin, trefjarnar, próteinið og einstök bragðgæði. Lífskorn er því tvímælalaust trefjagjafi þinn og fræsafn. Lífskorn hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti, auk þess að innihalda B- og E-vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þar að auki bætist heilkorna Lífskorn á lista joðgjafa og D-vítamínríkra fæðutegunda.

Lífskorn, sjö tegundir af fræjum og kornum

Lífskorn, kolvetnaskert

Lífskorn, D-vítamínríkt, heilkorn og graskersfræ

Lífskorn, heilt hveitikorn og rúgur

Lífskorn, sólblómafræ og hörfræ

Lífskorn, tröllahafrar og chia-fræ

Lífskornabollur, tröllahöfrar og chia-fræ

Lífskornabollur, heilt hveitikorn og rúgur

Veldu það Lífskorn sem þér og þínum þykir best en í Lífskornafjölskyldunni er gott úrval sem hentar flestum. Gríptu með þér Lífskorn frá Myllunni í næstu innkaupaferð og útbúðu hollar og góðar veitingar til að bjóða upp á í kaffiboðunum á bæjarhátíðinni þinni.