Undanfarin ár hefur sú hefð fest í sessi að Íslendingar geri vel við sig á jólunum en taki sig svo á í mataræði í janúar með tilheyrandi líkamsrækt. Lágkolvetnabrauðið frá Lífskornslínunni hentar þeim afskaplega vel sem fylgja þessari rútínu.
Neytendur gera sífellt meiri kröfur um heilsusamlegri kornvörur með meiri trefjum, meira heilkorni og minna af kolvetnum. Lífskornalínan hentar vel fyrir þá sem kjósa hollustu brauðin enda inniheldur hver sneið af Lágkolvetna Lífskorni aðeins 1,8 grömm af kolvetni.
Erlendis á heilsubloggum er oft miðað við að hver skammtur innihaldi minna en 15 grömm af kolvetni til að teljast lágkolvetna. Þar sem aðeins eru um 7,6 grömm að kolvetni í 100 grömmum af Lágkolvetna Lífskorni er um eitt kolvetnissnauðasta brauð markaðarins að ræða.
Lágkolvetnabrauðið er gróft og næringarríkt og hentar vel fyrir fjölbreytt álegg. Það hentar með kjötáleggi eins og skinku, pylsum og kæfum en ekki síður með sardínum, öðru fiskáleggi, eggjum eða grænmeti.
Náðu taki á kolvetnisinntökunni með Lágkolvetna Lífskorni á nýju ári.